„Taktu strimilinn"

„TAKTU STRIMILINN” Stjórn Kvenfélagasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af afkomu heimilanna vegna verðhækkana, bæði á matvöru og öðrum heimilisvörum.  Erfitt er að fylgjast með og bera saman vöruverð og nokkur brögð eru að því í verslunum að verðmerking sé ekki í samræmi við það sem greitt er á kassa.  Að gefnu tilefni beinir stjórn Kvenfélagasambandsins þeim tilmælum til afgreiðslufólks í matvöruverslunum að það afhendi viðskiptavinum sínum kvittun og strimil fyrir vörukaup. Það hljóta að teljast eðlilegir viðskiptahættir að neytendur hafi tækifæri til að skoða strimilinn og bera saman verð þegar viðskipti eiga sér stað. Jafnframt auðveldar það neytendum vöruskil. Stjórn Kvenfélagasambands Íslands  hvetur neytendur til að vera á varðbergi og  bera saman verð með því að taka strimilinn og fylgjast með.  Það veitir nauðsynlegt aðhald í viðskiptum. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands