Kvenfélagið Seltjörn 40 ára

blomvondur.jpgFimmtudaginn 3. apríl sl. varð kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi 40 ára.  Í tilefni dagsins var haldin vegleg afmælisveisla Í Félagsheimili Seltjarnarness og var forseta og varaforseta KÍ, formanni og varaformanni KSGK og fleiri góðum gestum boðið að koma til veislunnar.  Alls mættu 55 gestir og skemmtu sér saman yfir góðum mat og dansi fram á kvöld.  Stjórn félagsins þakkar þessum skemmtilegu konum komuna og einnig gjafir þær er félaginu bárust.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands