Jóhanna Kristjánsdóttir 100 ára 7. maí

Jóhanna Kristjánsdóttir frá Krikjubóli í Bjarnardal fagnaði 100 ára afmæli sínu 7. maí sl.
Jóhanna er heiðursfélagi Kvenfélags Mosvallahrepps og heimsóttu félagskonur Jóhönnu til Patreksfjarðar í tilefni afmælisins.
Halla Signý Kristjánsdóttir formaður Kvenfélags Mosvallahrepps ávarpaði Jóhönnu fyrir hönd félagsins og las ljóð úr bók Jóhönnu „Hríslurnar hennar Hönnu"
Helga Dóra formaður Kvenfélagasambands Vestfjarða ávarpaði einnig afmælisbarnið og færði henni blóm og þakkir frá sambandinu og einnig góðar kveðjur frá Kvenfélagasambandi Íslands. 

Frásögn og myndir úr afmælinu ásamt ýmsum fróðleik um Kvenfélag Mosvallahrepps er að finna á heimasíðu kvenfélagsins: http://kvenfelagmosvallahrepps.bloggar.is/

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands