Ísfirskar Hlífarkonur í Færeyjaferð

Konur úr Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði fóru í vel heppnaða ferð til Færeyja þann 28. apríl sl. og dvöldu í Þórshöfn til mánudagsins 31. apríl. 

Fóru þær til Runavíkur á Eysturoy sem er vinabær Ísafjarðar og heimsóttu kvenfélagið þar. Voru móttökur höfðinglegar. Bæjarstjórnin bauð Hlífarkonum ásamt konum úr Kongshavnar Kvinnufelagi til hádegisverðar. Kongshavnar Kvinnufelag á veglegt hús í Runavík sem þær leigja bæjarfélaginu undir starfsemi eldri borgara en einnig leigja þær það út fyrir veislur.  

Hlífarkonur fóru einnig í skoðunarferð til Skálavíkur á Sandoy.  Þar hafði orðið mikið tjón á mannvikjum í ofsaveðri sem gekk yfir Færeyjar um mánaðamótin janúar febrúar s.l. Tilefni ferðinnar til Sandoy var það að hópur Kíwanisfélaga frá Ísafirði ætlaði að færa  leikskólanum í Skálavík veglega gjöf, en leikskólinn  hafði skemmst í óveðrinu.  Hlífarkonur fengu að fljóta með í ferðina. Bæjarstjórnin bauð svo öllum til hádegisverðar í félagheimilnu í Skálavík.

Kvenfélagskonur úr Hlíf skoðuðu sig einnig um í Þórshöfn og á hinum forna stað, Kirkjubæ.  

Feðin var í alla staði hin ánægjulegasta og eru frændur vorir Færeyingar höfðingjar heim að sækja.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands