Kvenfélag Garðabæjar gaf sjúkrarúm í tilefni af 55 ára afmæli félagsins.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar og starfsfólk LSH við afhendingu sjúkrarúma sem kvenfélagið gaf í tilefni af 55 ára afmælis þess20. maí sl. fór stjórn Kvenfélags Garðabæjar í heimsókn á Landspítala háskólasjúkrahús. Tilefnið var að afhenda tvö rúm sem félagið gaf Kvenlækningadeild 21A. Þessi rúm eru með þeim bestu sem fáanleg eru og koma sér mjög vel bæði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Með þessum hætti vill félagið minnast 55 ára afmælis síns fyrr á þessu ári.

Á myndinni eru stjórnarkonur Kvenfélags Garðabæjar og starfsfólk LSH.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands