Vel heppnuðu þingi Nordens Kvinneforbund 2008 lokið.

Dagana 19.-22. júní sl. var þing Nordens Kvinneforbund 2008 haldið á Hótel Eddu á  Akureyri.

Kvenfélagasamband Íslands stóð fyrir þinginu og var yfirskrift þess,
„ Fleiri karla í kvennaliðið”- jafnrétti - heilsa - hannyrðir.

Ráðstefnugestir voru um 70 frá öllum Norðurlöndunum nema Danmörku, sérstakir gestir voru konur frá Færeyjum.

 

Við þingsetninguna ávarpaði Sigurlaug Viborg forseti KÍ þingið, Ragna Þórhallsdóttir deildarstjóri á forsetaskrifstofu flutti ávarp forseta Íslands, nálgast má erindið hér: Ávarp forseta Íslands  
Fyrirlesarar þingsins voru: Hjálmar G. Sigmarsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu, hann flutti erindið: Karlar segja nei við nauðgunum
Guðrún Hadda Bjarnadóttir handverkskona, flutti erindið: Blessuð sauðkindin, uppspretta sköpunar og í framhaldi af því
kenndi Margrét Baldursdóttir handverkskona ráðstefnugestum refilsaum.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti erindið:  Launamunur kynjanna, staðan á Íslandi. Með hvaða hætti má jafna launamuninn?
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RUV flutti erindið: Baráttan um sýnileikann.
Magnea Marinósdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum og starfsmaður Alþingis flutti erindið: Vægi menningararfsins í jafnréttisbaráttunni.
Una María Óskarsdóttir, varaforseti KÍ flutti erindi um átaksverkefni Kvenfélagasambands Íslands um aukna hreyfingu og bætt mataræði og í framhaldi af því tóku fundargestir þátt í kvennagöngu á Akureyri í tilefni dagsins, 19. júní.  
Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður stjórnaði pallborði og samantekt ráðstefnunnar með fyrirlesurum. 

Fulltrúar NKF í Noregi kynntu NKF þingið 2009 sem verður haldið í Stavanger í Noregi þar sem fjallað verður um umhverfismál.
 Kvenfélagskonur í Kvennasambandi Eyjafjarðar og Kvenfélagasambandi Suður Þingeyjarsýslu buðu ráðstefnugestum á heimili sín í kvöldmat eitt kvöldið.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri bauð ráðstefnugestum til móttöku í listasafn Akureyrar. 

Farið var í dagsferð í rútuferð undir leiðsögn Jónasar Helgasonar og Sifjar Jónsdóttur þar sem skoðaðir voru áhugaverðir staðir s.s. Grenjaðarstaður, Goðafoss, Mývatn, Námaskarð og Laxárvirkjun þar sem Landsvirkjun bauð uppá kaffiveitingar og sýningu um svæðið.
Hátíðarkvöldverður var á laugardagskvöldið á Hótel KEA, veislustjóri var Helga Guðmundsdóttir fyrrv. forseti KÍ.  
Ráðstefnuslit voru í Akureyrarkirkju á sunnudagsmorgunin.  Kvenfélagasamband Íslands þakkar ráðsetfnugestum þátttökuna og öðrum þeim er að ráðstefnunni komu framlag þeirra til ráðstefnuhaldsins. 

Ályktanir þings Nordens Kvinneforbund 2008 eru eftirfarandi: NKF leggur áherslu á að
  • Launamuni milli hinna ýmsu starfsstétta skuli eytt.
  • Yfirvöld vinni með virkum hætti að því að stöðva kynbundið ofbeldi og mansal.
  • Það sé löngu kominn tími til að lýðræðisleg völd skiptist með jöfnum hætti milli kynjanna því þurfi að efla konur til þátttöku í stjórnmálum.
  • Fjölmiðlar á Norðurlöndum geri vinnu og störf kvenna sýnilegri.
  • Að konur segi já þegar fjölmiðlar biðja þær um að veita viðtal.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands