Leiðbeiningastöð heimilanna gefur góð ráð

Nú er berjatíð og margir að sulta og safta og koma grænmetisuppskerunni í forðabúr heimilisins. Fljótlega byrjar svo sláturtíðin með öllum sínum önnum.

Það er mikilvægt búsílag og getur sparað heimilunum talsverð útgjöld að nýta það sem til fellur og svo er líka gaman fyrir fjölskyldurnar að vinna saman og draga björg í bú til vetrarins. 

 Gott er að geta leitað ráða ef einhverjar spurningar vakna við hauststörfin. 

Leiðbeingiastöð heimilanna veitir góð ráð við öll helstu atriði heimilishalds, hringið í síma 552 1135 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá góð ráð og leiðbeiningar.

Þjónustan er gjaldfrjáls og öllum opin.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands