Jafnréttisþing til heiðurs Helgu á Blikastöðum

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands, stóð fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði í Mosfellsbæ 18. september sl. Þingið var haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, fyrrverandi forseta Kvenfélagasambands Íslands. Helga fæddist 18. september 1906, en bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fæðingardagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu. Á þessu ári eru 50 ár síðan Helga settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ. Hún lét meðal annars málefni kvenna sig varða, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1971. Frú Sigurlaug Viborg forseti Kvenfélagasambands Íslands ver meðal ræðumanna á þinginu og  bar erindi hennar heitið:  Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag? Erindið verður hægt að lesa hér.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands