Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður !

Ályktun frá stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður og yfirvofandi verkfalli þeirra afstýrt.
Störf ljósmæðra skipta miklu máli fyrir velferð mæðra og barna og því mikilvægt að þau séu metin að verðleikum. 
Jafnframt vonast stjórn Kvenfélagasambandsins til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að leiðréttingu á þeim launamun sem enn er viðvarandi milli kynjanna og fram kemur í nýjum könnunum þar um. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands