Jólabasar Hringskvenna 9. nóvember

Hringskonur vekja athygli á jólabasarnum sem haldinn verður á Grand Hóteli sunnudaginn 9. nóv. kl. 13 - 17. Allur ágóði fer til að sjálfsögðu í Barnaspítalasjóðinn en Hringurinn er einn aðalstyrktaraðili Barnaspítalans. 
Á basarnum eru ótrúlega fallegir og eigulegir munir, allir handunnir og sannkölluð listaverk. Einnig eru alls konar kökur og tertur sem tilvalið er að setja t.d. í frysti til að eiga eða bjóða bara fólki í kaffi á sunnudag! 
Það væri gaman ef þið sæjuð ykkur fært að líta við á sunnudag og styrkja Barnaspítalann. Betra málefni er vart hægt að hugsa sér.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands