Námskeið í félagsmálafærni á Hallveigarstöðum 13. maí

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafærni verður haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 1miðvikudaginn 13.maí nk.

Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. 

Farið er í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundahöldum eins og fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.. 

Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands