Kvenfélagskonur þinga.

Nú stendur yfir Norrænt þing kvenfélaga í Stavanger í Noregi.

Þingið sækja fulltrúar frá Norðurlöndunum og Færeyjum, 16 fulltrúar frá Íslandi sitja þingið, þar af 2 fulltrúar frá Kvenfélagasambandi íslands, þær Sigurlaug Viborg forseti og Ása Atladóttir ritari.

Dagana 26. - 28. júní nk. verður Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Hótel Stykkishólmi, á þingið eru skráðar á annað hundrað konur af öllu landinu.

Gestgjafi þingsins er Kvenfélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu (KSSH) sem kemur að undirbúningi þingsins með Kvenfélagasambandi Íslands .
KSSH býður þingfulltrúum m.a. upp á mat og siglingu um Breiðafjörð.

Dagskrá þingsins er að finna hér til vinstri.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands