Heiðursfélagar KÍ kjörnir.

Á hátíðarkvöldverði 35. landsþings Kvenfélagasambands Íslands sl.laugardagskvöld voru þær Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi forseti KÍ, Helga Guðmundsdóttir, einnig fyrrverandi forseti KÍ og  Kristín  Guðmundsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri KÍ kjörnar heiðursfélagar Kvenfélagasambands Íslands. Allar hafa þær lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum fyrir Kvenfélagasambandið.  Forseti KÍ Sigurlaug Viborg lýsti kjörinu og afhenti þeim  Drífu og Kristínu heiðursskjöl og heiðursmerki KÍ. Helga var ekki stödd á þinginu.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands