Styrkir úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur

Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur
auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja
á framhaldsnám. Sjóður þessi var stofnaður samkvæmt ákvæði í
erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, dags. 25. ágúst 1987.
Styrkir þessir eru einkum ætlaðir konum sem leggja stund á
framhaldsnám hér á landi. Í umsóknunum skal koma fram nafn,
kennitala og heimili umsækjanda, auk staðfests afrits af síðasta
skattframtali og annarra upplýsinga um persónulega hagi, fyrri
menntun og störf og eðli framhaldsnáms. Nauðsynlegt er að
staðfesting þeirrar skólastofnunar sem umsækjandi hyggst stunda
framhaldsnám við, fylgi umsókn. Einnig er nauðsynlegt að mynd
af umsækjanda fylgi.
Umsóknum skal skilað til Kvenfélagasambands Íslands,
Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir 15. október nk.
MERKT "Minningarsjóður"
Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands