Konur og kvenfélög á Norræna skjaladeginum 14. nóvember

Opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, laugavegi 162

Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er „Konur og kvenfélög“ en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins www.skjaladagur.is er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra.
 
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Þjóðskjalasafn Íslands verða með sameiginlegt opið hús á Norrænum skjaladegi laugardaginn 14. nóvember 2009. Opna húsið verður í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, kl. 11.00 til 15.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir.
 
Söfnin verða með sýningar á skjölum sem tengjast þema dagsins "Konur og kvenfélög", boðið verður upp á spennandi fyrirlestra og kynningar á vefum, kaffiveitingar, fræðslu og sitthvað verður gert fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskráin á laugardag í Reykjavík:

Fyrirlestrar og fyrirspurnir
Kl. 11.00     Formleg opnun dagskrár
Kl. 11.15     Erla Hulda Halldórsdóttir: Kvenfélögin, kvenfrelsið og virði kvenna
Kl. 12.00     Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Snoðkollur og flókatryppi
Kl. 12.30     Anna Th. Rögnvaldsdóttir:  Vefur um Ólaf Thors.
Kl. 13.00     Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns.
Kl. 13.30     Ólöf Garðarsdóttir: Um kynferði í manntölum á 18. og 19. öld.
Kl. 14.00     Njörður Sigurðsson: Einstæðar mæður og fósturbörn 1901-1940.
Kl. 14.30     Svanhildur Bogadóttir: Vefur um Bjarna Benediktsson.

Kynningarbásar
·         Þjóðskjalasafn
·         Borgarskjalasafn 
·         Héraðsskjalasafn Kópavogs
·         Kynning á héraðsskjalasöfnum
·         Kvenfélagasambandið
·         Sýnd forvarsla
 
Veitingar
Kaffi og kleinur, djús handa börnum
 
Sýningar og vefir sem starfsmenn munu sýna gestum og gangandi
1.        Manntalsvefur www.manntal.is
2.        Skjaladagsvefurinn www.skjaladagur.is
3.        Vefur um Ólafs Thors www.olafurthors.is
4.        Vefur um Bjarna Benediktsson www.bjarnibenediktsson.is
5.        Vefur héraðsskjalasafna www.heradsskjalasafn.is
6.        Frumskjöl tengd konum, kvenfélögum og manntölum.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands