Húsfreyjan komin út.

Glænýtt tölublað af Húsfreyjunni er komið til áksrifenda og í verslanir.

Að vanda er tímaritið fjölbreytt og inniheldur áhugaverð viðtöl, fræðslu, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinnu, krossgátu og fréttir.

Að þessu sinni eru aðalviðtölin við þær Guðbjörgu Jónsdóttur bónda á Læk  í Flóahreppi og formann Búnaðarsambands Suðurlands og
Guðrúnu Brynjólfsdóttur leikskólakennara á Álftanesi.
Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar en í honum má finna skemmtilegan prjónaðan kerrupoka, barnateppi, trefli og flottar heklaðar hænur.
Margrét S. Sigurbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn Hollari matur með Margréti. Í honum er fjöldi uppskrifta, grafin lambavöðvi, snittur, fiskisúpa, fylltur lax, hnetusteik og kjúklingaréttir svo eitthvað sé nefnt.
Eygló Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna býður lesendum upp á vandaða og ítarlega fræðslu um hefðir og siði við borðhald. Fjallað er húfuverkefni Kvenfélagasambands Íslands, matjurtarækt og góð ráð við gigt.
Krossgáta Dollýar er á sínum stað og fréttir af starfi íslenskra kvenna í kvenfélögum.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands