Stórafmæli Frú Vigdísar Finnbogadóttur í Háskólabíó 15. apríl.

Þú siglir alltaf til sama lands.

Hátíðardagskrá í Háskólabíói 15. apríl kl. 16:30–18:00

Dagskráin er öllum opin.
Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi á Íslandi og í Færeyjum.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri  ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg  standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með.
Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins. 

Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.
Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur www.vigdis.hi.is

Alþjóðleg vísindaráðstefna 15.-17. apríl

Varðveisla framtíðar:  Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru.

Setningarathöfn: í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 18:30–19:30

Martti Ahtisaari, fv. forseti Finnlands og friðarverðlaunahafi Nóbels flytur fyrirlestur við opnun ráðstefnunnar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gengst fyrir.
Á ráðstefnunni verður fjallað um bókmenntir, tungumál, menningu og náttúru frá ýmsum sjónarhornum. Lykilfyrirlesarar verða auk Martti Ahtisaari:  
- Irina Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO
- Bernard Comrie, forstöðumaður málvísindadeildar Max Planck stofnunarinnar í Leipzig
- Claire Kramsch, prófessor og forstöðumaður tungumálamiðstöðvar Berkeley háskóla í Kaliforníu
- Páll Skúlason, prófessor og fyrrv. rektor Háskóla Íslands.

Ráðstefnunni lýkur með fyrirlestri, Irinu Bokova  laugardaginn 17. apríl kl. 18:00-18:40 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Skráning og nánari upplýsingar um málstofur og aðra dagskrárliði er að finna á vef ráðstefnunnar  http://vefir.hi.is/vigdisconference2010/

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands