Kvennahlaup ÍSÍ um land allt 19. júní nk.

Þema hlaupsins í ár er - Konur eru konum bestar - samstarfsaðili ÍSÍ að þessu sinni er Kvenfélagasamband Íslands

Hlaupið í ár er tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræðni og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd fjölmörgum  framfara- og velferðamálum fyrir samfélagið.  Fyrir 80 árum stofnuðu þær Kvenfélagasamband Íslands,  KÍ, sem sameiningar og samstafsvettvang kvenfélaganna í landinu. Undir merkjum KÍ starfa þúsundir kvenna á öllum aldri og mynda þannig keðju góðra verka og vináttu. Sölustaði utan Höfuðborgarsvæðisins er að finna hjá tenglum á hverjum hlaupastað víða um land.
Hægt er að nálgast kvennahlaupsboli á eftirfarandi sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Bolir verða til sölu á eftirfarandi stöðum:

  • Útilíf - Glæsibæ, Smáralind, Kringlunni
  • Stórar stelpur - Hverfisgötu
  • Sundlaug Kópavogs
  • Fjölsport - Firðinum Hafnarfirði
  • Suðurbæjarlaug
  • Íþróttamiðstöðin Versalir - Kópavogi
  • World Class – Laugum, Kópavogi, Hafnarfirði,Seltjarnarnesi og Grafarvogi
  • Dansrækt - JSB, Lágmúla 9
  • Ilse Jacobsen - Garðatorgi

Bolurinn í ár er appelsínugulur úr "dry fit" gæðaefni og er með V-hálsmáli.
Skráningagjald er 1.250 krónur, bolur og verðlaunapeningur innifalinn.  Verðinu er eins og áður stillt mjög í hóf til að gera sem flestum mögulegt að taka þátt.

Á Höfuðborgarsvæðinu er hlaupið frá Íþróttavellinum að Varmá í Mosfellsbæ kl. 11 og frá Garðatorgi í Garðabæ kl. 14.00. Einnig eru smærri hlaup, t.d. á Hrafnistu og fleiri stöðum (sjá nánar um hlaupastaði Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ).

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands