Hýsum „gersemar heimsins“ Þjóðarátak 19. - 29. júní

Látum verkin tala – eflum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Í tilefni af stórafmæli Vigdísar og því að 30 ár eru liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar hafa margir orðið til að leggja lið byggingarverkefni um alþjóðlega tungumálamiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst á lifandi hátt um erlend tungumál og ólíka menningarheima.

Kvenfélagasambandi Íslands er heiður að því aðvera í hópi þeirra sem leggja lið með því að vekja athygli á þjóðarátaki sem nú fer fram til að fjármagna byggingu tungumálamiðstðvarinnar.

Vonast er til að takast megi að fullfjármagna það á þessu afmælisári.

Vigdísi Finnbogadóttur er þetta verkefni afar hugleikið og hún hefur sjálf lagt mikið af mörkum við undirbúning þess. Vigdís hefur ætíð talað einarðlega fyrir mikilvægi tungumálakunnáttu og menningarþekkingar.

Fram til 29. júní stendur yfir þjóðarátak, þar sem öllum gefst tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Við viljum taka undir orð hennar um leið og við heiðrum mikilvægt framlag hennar til tungumála.

Sýnum hug okkar í verki. Göngum til liðs við Vigdísi svo þetta metnaðarfulla verkefni megi verða að veruleika.

Nánari upplýsingar um verkefnið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur eru á http://www.vigdis.hi.is

Styrktarsímanúmer:

903 1030             1.000 kr

903 3030             3.000 kr.

903 5030            5.000 kr

Einnig má greiða með greiðslukorti (sjá vigdis.hi.is) eða bankayfirfærslu:

Reikn. 0137-26-000476, kt. 600169-2039. Tilgreina þarf í skýringu: 137567.


Bandalag háskólamanna

Bandalag íslenskra listamanna

Barnaheill

Blindrafélagið

Exedera

Ferðamálastofa

Félag heyrnarlausra

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag kvenna í atvinnurekstri

Félag leiðsögumanna

Edda öndvegissetur

Kennarasamband Íslands

Krabbameinsfélag Íslands

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

Landvernd ríkisins

Leikfélag Reykjavíkur

Móðurmál

Rótarý á Íslandi

Samhjálp kvenna

Samtök atvinnulífsins

Samtök kvenna af erlendum uppruna

Skotturnar, kvennafrí

Skógræktarfélag Íslands

STÍL, samtök tungumálakennara

Útflutningsráð Íslands

Verkfræðingafélag Íslands

Yrkja

Zontasamband Íslands.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands