Áskorun viku 43 afhennt ráðherra

Ögmundur Jónasson dóms- og mannréttindaráðherra var nýverið viðstaddur opnun Vímuvarnaviku 2010 (Viku 43) í Þjóðeikhúsinu.  Við þá opnun var undirrituð Áskorun Viku 43 af fulltrúum 22 frjálsra grasrótarsamtaka um mikilvægi samstarfs í vímuvörnum og fræðsluátaks um skaðsemi kannabis.  Þessi undirritaða áskorun var afhend stjórnvöldum í dag og tók dóms- og mannréttindaráðherra, Ögmundur Jónasson, við henni fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Fulltrúar Viku 43 notuðu tækifærið og ítrekuðu við ráðherra nauðsyn þess að stjórnvöld standi vörð um vímuvarnir og það samstarf sem nauðsynlegt er í málaflokknum og endurspeglast vel í Viku 43 með þeim fjömörgu grasrótarsamtökum sem þar eru þátttakendur.  Einnig þyrftu ráðamenn að gæta þess að sá mikli félagsauður sem býr í tilvist og starfi þessara frjálsu samtaka fari ekki forgörðum þegar kemur að stefnummörkun í forvarnaverkefnum framtíðar. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands