Göngum fyrir beinin - Vertu með

Hinn alþjóðlegi beinvendardagur er fimmtudaginn 20. október n.k.

Í tilefni dagsins kemur út nýr fræðslubæklingur og á laugardaginn 22. október kl. 2:06 e.h. verður efnt til útvistar og göngu í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin í landinu. Tímasetningin á göngunni vísar til þess að í fullorðnum mannslíkama eru 206 bein.

Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á beinþynningu sem alvarlegu heilsufarsvandamáli og sýna þeim sem eru með beinþynningu samstöðu með því að taka þátt Yfirskrift göngunnar er:

       Vertu með, tökum höndum saman og göngum fyrir beinin! 

Gangan er fyrir alla, konur, karla og börn og hefst hún sem fyrr segir kl. 2:06 e.h. sem á að minna okkur á að í mannslíkamanum eru 206 bein. Í lok göngunnar mynda þátttakendur einingarkeðju til að sýna táknrænt stuðning sinn og krækja saman höndum. Fólk er hvatt til að taka myndir og senda til Beinverndar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beinvernd, Kvenfélagasamband Íslands ásamt 20 kvenfélögum víða um land taka höndum saman og standa að göngunni GÖNGUM FYRIR BEININ til að sýna í verki samstöðu með þeim fjölda fólks sem er með beinþynningu.

Gangan fer fram víða um land kl. 2:06 e.h. laugardaginn 22. október.

Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra kvenfélaga sem skipuleggja göngu í sinni heimabyggð.
Göngurnar eru auglýstar á hverju svæði fyrir sig. 

 

 

 

Í Reykjavík: Kvenfélagið Fjallkonan í Efra-Breiðholt, gengið frá Sundlaug Braiðholts
Í Kópavogi: Kvenfélagið Freyja, gengið er frá Hálstorgi á Kópavogshálsi
Í Garðabæ: Kvenfélag Garðabæjar, komið saman kl. 13.45 við pallinn við Vífilsstaðavatn 
Í Grindavík: Kvenfélag Grindavíkur
Á Selfossi: Kvenfélag Selfoss
Á Laugarvatni:Kvenfélag Laugdæla
Í Rangárvallasýslu: Kvenfélagið Fjallkonurnar undir Austur Eyjafjöllum
Í Vestmannaeyjum: Kvenfélagið Líkn
Í Borgarnesi: Kvenfélag Borgarness
Í Ólafsvík: Kvenfélag Ólafsvíkur
Á Ísafirði: Kvenfélagið Hlíf
Í Hnífsdal:Kvenfélagið Hvöt
Á Suðureyri: Kvenfélagið Ársól
Í Bolungarvík: Kvenfélagið Brautin
Á Hólmavík: Kvenfélagið Glæður
Á Akureyri: Kvenfélagið Baldursbrá og Kvenfélagið Hlíf
Á Laugum: Kvenfélag Reykdæla
Á þórshöfn: Kvenfélag Þistilfjarðar
Á Kópaskeri: Kvenfélagið Stjarnan

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands