Norræna sumarþingið verður í Reykjavík 8. – 10. júní 2012

 
NORRÆNT SUMARÞING KVENFÉLAGA VERÐUR Í REYKJAVÍK 8. – 10. JÚNÍ 2012
ÞINGIÐ FER FRAM Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA,  (áður Hótel Loftleiðir) 
 
Þema þingsins er: KRAFTUR KVENNA
 
Kvenfélagasamband Íslands skipuleggur þingið sem er haldið til skiptis á Norðurlöndunum. 
Fyrirlestarar fara fram á norrænum tungumálum og/eða verður þess gætt að efni fyrirlestranna 
verði tiltækt fyrir ráðstefnugesti á íslensku og öðrum norðurlandamálum. 
Ekki er mögulegt að hafa beina túlkun þar sem slíkt kostar of mikið. 
Lagt er upp með að konur hafi tíma tila ð hittast á persónulegum nótum.
Lliður í því eru heimboð á heimili kvenfélagskvenna og til kvenfélaga.
 
 
Dagskrá: 
 
 

NORRÆNT ÞING KVENFÉLAGA, Icelandair Hótel Reykjavík Natura, 

REYKJAVÍK 8. – 10. JÚNÍ 2012
ÞEMA: - KRAFTUR KVENNA
 
 
Fimmtudagur 7. Júní
 
17.00 - 19.00 Skráning i Icelandair Hótel Reykjavík Natura
 
18.00 – 21.00 Stjórnarfundur NKF í Hallveigarstöðum
 
 
Föstudagur 8. júní
 
9.00 – 10.00 Skráning 
 
10.00 Opnunarathöfn – Þingsetning  
 
10.30 Fyrirlestrar  tengdir þema þingsins um nýsköpun, fyrirtæki og fjármál
Jóhanna Pálmadóttir bóndi og framkvæmdastjóri:
Nýsköpunarfyritæki á landsbyggðinni - Húsmæðraskólann á Blönduósi enduropnaður með nýtt hlutverk. 
María Sólbergsdóttir framkvæmdastjóri bakvinnslu, Auður Capital: 
Fjárfestingar í höndum kvenna, hugsjónir, sýn og áherslumunur. 
Sóley Stefánsdóttir  grafískur hönnuður: Hönnun í þágu jafnréttis.
 
12.00 Hádegisverður
 
13.30 Eflum kraftinn.
Kraftur kvenfélaganna í tengslum við önnur frjáls félagasamtök. 
Árni Einarsson hjá FRÆ - Forvarnir og fræðsla: Verkefnið „Bara gras”.
Guðrún Jónsdóttir, Stígamótum: Frelsi kvenna til athafna og að fylgja 
draumum sínum til að breyta og bæta samfélagið. 
 
14.30 Kaffi
 
15.00 Heimsóknir á nokkra staði í Reykjavík, farið í rútum.
Þjóðminjasafn Íslands, fyrirlestur um fatasýningarnar sem þar eru, Lilja Árnadóttir formaður þjóðbúningaráðs.
Laugardalur, Þvottalaugarnar, saga og umhverfi skoðað. 
Verbúðirnar, listamannahverfi við höfnina í Reykjavík heimsótt.
 
19.00 Samvera á heimilum og hjá kvenfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
 
Laugardagur 9. júní
 
9.00 – 9.15      Merja Siltanen Evrópuforeseti ACWW:
Starfsemi ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna.
Una María Óskarsdóttir varaforseti Kvenfélagasambands Íslands:
Félagsauður, kvenfélagsstarf og heilsa.                          
Elisabeth Rusdahl formaður NKF:  Starfssemi, markmið og framtíð NKF.
              Hópavinna og umræður um starfsemi kvenfélaganna í NKF.   
              Pallborð um niðurstöður. 
 
12.30 Hádegisverður
 
13.30                 Frjáls tími í Reykjavík – eflir hagvöxtinn!
 
18.00 Heimsókn til forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar að Bessastöðum.
19.50 Hátíðarkvöldverður og þingslit á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
 
Sunnudagur  10.  juní
 
Ferð í Blá Lónið frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, valfrjálst.  
 
Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands