Innkaupataska í stað plastpoka!

tautaska 1000 Hönnun: Margrét Baldursdóttir

Á formannaráðsfundi KÍ á Hallveigarstöðum í nóvember sl. var samþykkt ályktun um að spara notkun plastpoka við innkaup og nota þess í stað taupoka sem tilvalið er til dæmis að sauma úr gömlum pilsum.

Ályktun um nýja gerð innkaupapoka - pilspoka KÍ
Nú sem fyrr er mikilvægt að nýta sem flesta hluti til aukins sparnaðar fyrir heimilin í landinu og einnig til hagsbóta fyrir umhverfið. Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn á Hallveigarstöðum, 19. nóvember 2011 vill því hvetja allar kvenfélagskonur sem og aðrar konur, til að gera sér innkaupapoka t.d. úr gömlum pilsum og draga þar með úr notkun á innkaupapokum úr plasti.

Sjá meðfylgjandi snið og myndir. Ath. sniðið er án saumfara.

Efni sem þarf í innkaupapokann sem sniðið er af:

  • Tvinni, títuprjónar, málband, skæri, straujárn og saumavél með beinan og sikksakk saum.
  • 75 sm. af 130 – 140 sm. breiðu efni, sé notað nýtt efni í pokann. (Oft má gera góð kaup í bútakörfum vefnaðarvörubúðanna).
  • Einnig er tilvalið að nýta gömul föt, svo sem buxur eða pils, úr þykkum efnum.

Nýta má efnisbúta með því að sauma þá saman í stærri stykki sem síðan er sniðið úr.

Athugið að þykk efni halda betur kulda á matvörum á leiðinni úr búðinni ef pokinn er notaður til matarinnkaupa.

Aðferð:
Höldin saumuð fyrst á bæði framstykkin 4 cm frá hliðarbrún. Endarnir látnir nema við botninn og saumað þar til eftir er 8 cm að opi ( ekki minna) Þetta er gert til að hægt sé að ganga frá opinu.

Hliðarnar og botninn saumað við framstykkin brotið inn af opinu og stungið niður.

Síðan er klárað að sauma höldin.

Hægt er að stækka eða minnka töskuna, en þá þarf að hafa í huga að halda réttum hlutföllum.

Stytta má höldin allt eftir því hvort nota skal töskuna til að halda á henni yfir öxlina eða bera hana með höndunum.

Gangi ykkur vel.

pdfPrentvæn útgáfa á pdf

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands