36. Landsþing KÍ í Keflavík 28. - 30. september nk.

36. Landsþing KÍ verður haldið í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju dagana 
28. - 30. september nk.

Þingið hefst með setningu í Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. september kl. 13.00 og lýkur síðdegis sunnudaginn 30. september.

Skráning þátttakenda hefst kl. 11.00 í Kirkjulundi.
Gisting fyrir landsþingsfulltrúa hefur verið pöntuð bæði í Hótel Keflavík og í Icelandairhótelinu í Keflavík (áður Flughótel) 
Hótelin eru staðsett hlið við hlið í miðbæ Keflavíkur og í góðu göngufæri við fundarstaðinn Kirkjulund. 
Vinsamlegast athugið að þingfulltrúar þurfa sjálfar að bóka sig í gistinguna á hótelunum fyrir 25. ágúst nk.
Skráningareyðublaði sem er að finna hér, og til vinstri á síðunni, en hefur einnig verið sent til formanna félaganna skal skila til KÍ fyrir 13. september nk. 

Drög að dagskrá er að finna hér:  

36. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands
Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, 28.-30. september 2012
 Félagsauður og heilsa, hönd í hönd.
Drög að dagskrá:
Föstudagurinn 28. september 
Kl. 11:00-13:00 Skráning þátttakenda og afh. gagna. Kjörbréfanefnd hefur störf
Kl. 11:30-12:45 Formannaráðsfundur KÍ 
Kl  12:00-13:00 Hádegisverður 
Kl. 13:00 Þingsetning í Keflavíkurkirkju
Kl. 13:45 Þingstörf hefjast í Kirkjulundi
Kl. 15.30 Framsöguerindi: 
Una María Óskarsdóttir varaforseti Kvenfélagasambands Íslands: „Félagsauður, kvenfélagsstarf og heilsa”                          
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur:
 „Þú getur þetta. Hver sagði að þetta væri auðvelt?”
Þingstörfum fram haldið
Kl. 18:00 Þingfundi frestað    
Kl. 19.00 Skemmtidagskrá KSGK og kvöldverður í Kirkjulundi
Laugardagur 29. september
Kl. 09:00 Þingfundi fram haldið
Framsöguerindi: Guðrún Jónsdóttir, Stígamótum: 
„Frelsi kvenna til athafna og að fylgja 
draumum sínum til að breyta og bæta samfélagið” 
Kl. 12:00 Hádegisverður 
Kl. 13.00 Þingstörfum fram haldið
Kl. 16:00 Þingfundi frestað
Skoðunarferð  
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður í Kirkjulundi
Sunnudagur 30. september
Kl. 10:00 Þingfundi fram haldið
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Niðurstöður úr vinnustofum og kosningar
Kl. 15:00 Þingslit í Keflavíkurkirkju 
Í stað hefðbundis hópastarfs verður unnið með sk. Open Space aðferð sem er tækni til að nota í breiðum og drífandi hóp sem tekst á við margvísleg og hvetjandi viðfangsefni.
 
Gestgjafar 36. landsþings KÍ er Kvenfélagasamband Gullbringu og Kjósarsýslu, KSGK.
               Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands