Heimsókn í Alþingi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Forseti Kvenfélagasambands Íslands, stjórnarkonur og fleiri kvenfélagskonur fóru á fund forseta Alþingis í liðinni viku og afhenntu henni ályktun frá 36. Landsþingi KÍ sem fram fór í Reykjanesbæ síðustu dagana í september.

Í ályktuninni er skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna, en fjárveitingar til þeirra eru nánast að engu orðnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. forseti Alþinigis tók við ályktuninni.

36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Reykjanesbæ 28.-30. september 2012 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningarstöðvar heimilanna.


Greinargerð: 

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1930 og hlutverk þess er að vera málsvari kvenfélaganna í landinu.Kvenfélögin starfa um land allt og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. 

Kvenfélagasamband Íslands rekur Leiðbeiningarstöð heimilinna sem allir geta leitað til sér að kostnaðarlausu og hefur hún starfað í 50 ár. Leiðbeiningarstöðin rekur símaþjónustu, heldur úti heimasíðu og gefur út fræðsluefni. Starfsmaður í 50% starfi sinnir þessu verkefni.

Frá upphafi hefur ríkisvaldið stutt myndarlega við þessa starfsemi með fjárframlögum og þannig gert það kleift að halda úti þessari þjónustu.  Á síðustu misserum hefur í auknum mæli verið leitað eftir ráðleggingum hjá  Leiðbeiningastöðinni, innhringingum hefur fjölgað um 43,7% og samskipti gegnum heimasíðu aukast jafnt og þétt. Aðkallandi er að endurnýja tölvubúnað Leiðbeiningastöðvarinnar.

Kvenfélagasamband Íslands fékk á fjárlögum árið 2011 kr. 6.000.000,-  en árið 2012 er sá styrkur kominn niður í 1.500.000,-

Enginn styrkur fékkst í ár til að reka Leiðbeiningarstöð heimilanna og er því áframhaldandi rekstur hennar í miklu uppnámi. 

Því skorum við á Alþingi og ríkisstjórn að hækka fjárframlag til Kvenfélagasambands Íslands og styrkja á ný Leiðbeiningarstöð heimilanna.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands