Fréttatilkynning frá Kvenfélagasambandi Íslands

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands ákvað á fundi sínum í dag, 11. janúar að opna söfnunarreikning vegna tilkynningar biskups Íslands, frú Agnesar Sigurðardóttur, um landssöfnun til tækjakaupa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands hvetur héraðssambönd, kvenfélög, kvenfélagskonur sem og landsmenn alla til að leggja söfnuninni lið, m.a. á degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar.

Reikningurinn, sem þegar hefur verið opnaður, er í Íslandsbanka nr. 513-26-200000  kt. 710169-6759.

Ef frekari upplýsinga er óskað veita undirritaðar þær góðfúslega.

Una María Óskarsdóttir, forseti
S: 8964189

Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri
S: 5527430 og 6992696

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands