Málþing

Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?

Þriðjudaginn næstkomandi, 12. feb. kl. 12:15 – 13:45 verður haldið málþing í Háskólanum í Reykjavík í sal M101 og eru allir velkomnir.

Smelltu hér til að fá nasasjón af því sem Almannaheillaaðilar gera fyrir sitt fólk.

Ragna Árnadóttir formaður opnað þingið og segir frá gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök þar sem unnið er að því að tilvist félaga sem vinna án hagnaðarvonar í þágu almennings verði viðurkennd og framlag þeirra til íslensks samfélags metið á sýnilegan hátt.

Þrjú erindi verða flutt og eftir hvert þeirra eru gefnar 5 mínútur til spurninga og umræðna.

Áhrif félagsstarfs á heilsufar 
Una María Óskarsdóttir MA í lýðheilsufræðum 

Þáttur frjálsra félagasamtaka í lýðræði 
Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands

Hvert er framlag frjálsra félagasamtaka? 
Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu ­- miðstöðvar um samfélagsábyrgð

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands