Matarbýtti í Hallveigarstöðum 6. mars kl. 17-20

Fimmtudaginn 6. mars nk. milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Viðburðurinn, sem kallast "Út úr skápnum", gengur út á það að hver sem er getur komið með hráefni úr eldhússkápnum sínum og skipt því út fyrir annað hráefni úr eldhússkáp einhvers annars. Hver kannast ekki við það að eiga t.d. krydd sem var keypt til að elda með einhvern rétt en hefur aldrei verið notað aftur? Eða sósujafnara sem er bara notaður á jólunum? Eða fékkstu kannski gott kaffi í jólagjöf en drekkur aldrei neitt nema te? Nú er tækifærið til að koma þessu í réttar hendur. Þú skilur eftir það sem þér nýtist ekki en tekur með þér heim eitthvað sem þú getur notað. Það sem eftir verður ef eitthvað er verður gefið á heimili eða stofnanir sem þurfa á mat eða stuðningi að halda.

Allir eru velkomnir og hvattir til að koma með matvæli til að skipta á.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands