Matarsóunarhátíð í Hörpu laugardaginn 6. september nk. frá 13-18

Matarsóunarhátíð

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun, en áætlað er að um þriðjungi matvæla sem framleidd eru í heiminum endi í ruslinu.

Á matarsóunarhátíðinni er ekki verið að halda uppá matarsóun heldur er markmiðið með þessum góðgerðarviðburði að ná saman öllum í „fæðukeðjunni"  til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu báglega vandamáli. 

Við bjóðum alla fjölskylduna velkomna á matarsóunarhátíð í hörpu.
dagskráin verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í silfurbergi, dillandi tónlist verður á milli atriða og básar frá fyrirtækjum, góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum verða á staðnum til að kynna aðferðir til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul, handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2013 og Tristram Stuart fyrirlesari um umhverfismál sem m.a. hlaut Sophie Prize 2011
Kolabrautin eldar súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna sem ekki kemst á markað sökum útlits (Súpa úr ljóta grænmetinu) og býður gestum að smakka.

Matarsóunarhátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið og dagskrá matarsóunarhátíðarinnar er að finna á heimasíðunni:matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu!
Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands