Kvenfélagasamband Íslands og verkefnahópur í meistaranámi í verkefnastjórnun

undirritunÁ myndinni eru frá vinstri: Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands, Þorsteinn Hallgrímsson, Ingunn Jónsdóttir, Ágústa Kristín Grétarsdóttir öll úr verkefnahópnum, Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands, Guðrún Þórðardóttir varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, Sif Sturludóttir og Rögnvaldur Andri Halldórsson bæði úr verkefnahópnum.Kvenfélagasamband Íslands og verkefnahópur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM), við Háskólann í Reykjavík undirrituðu í gær verksamning sem þau hafa gert með sér um opið málþing, 21. mars nk. á Hallveigarstöðum.

Yfirskrift málþingsins er “Hækkum kosningaaldur í 25 ár” og er málþingið haldið til að minnast 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna sem minnst er í ár.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands