Húsfreyjan 1.tbl 2017 er komin út

Husfreyjan1tbl2017litilHúsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út. Þetta er fyrsta tölublað ársins 2017 og 68. árgangur tímaritsins. Tölublaðið er helgað kvenfélagskonum enda er 1. febrúar ár hvert dagur kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur hafa því valið febrúar sem sinn mánuð og þemað er gyllt.

Í blaðinu er sagt frá starfsemi kvenfélaga og svæðasambanda víða um land og einnig er fjallað um málefni Kvenfélagasambands Íslands, venju samkvæmt. Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ ávarpar lesendur, hvetur þá til að gylla tilveruna og bendir á að góð kvenfélagskona er gulli betri.

Í tölublaðinu er efnismikið og athyglisvert viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur kvenfélagskonu og fráfarandi ráðherra. Spjallað er við Sigríði Atladóttur sem varð kvenfélagskona um fermingu og nemur nú hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri. Leiðbeiningastöð heimilana býður lesendum fróðleik um gull í samræmi við þemað og Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar um ræktun á basilíku.

Í Húsfreyjunni er glæsilegur handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem meðal annars er heklað gullveski og afar smart endurnýting á gallabuxum. Þar má líka finna girnilegar uppskriftir í matarþætti Helenu, krossgátu og pistil ritstjóra um hversdagslífið.

Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum ári og er selt í áskrift hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í lausasölu, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands