54. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands

hopurinn i kinalitilmynd

54. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fór fram í Hallveigarstöðum 24. -25. mars sl.

Fundurinn hófst um miðjan dag á föstudegi og stóð til kl. 15 á laugardeginum. Þrátt fyrir að veður og færð hefðu mátt vera hagfeldari var fundurinn vel sóttur og sátu hann fulltrúar allra héraðssambanda KÍ nema eins.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og starfsáætlun Kvenfélagasambandsins, kom félags og jafnréttisráðherra á fundinn og sagði frá helstu áherslumálum ráðuneytisins og fræddist jafnframt um starfssemi KÍ og kvenfélaganna. Þá kom Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu á fundinn og flutti fróðlegt erindi um jafnréttismál og sagði frá þvi sem er á döfinni á Jafnréttisstofu s.s. að Jafnréttisstofa hefur hlotið styrk frá ESB til að setja af stað verkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Erindið var mjög fróðlegt og er Kristín tilbúin að koma á fundi kvenfélaganna með það.

Góðar umræður urðu á fundinum um framtíð og fjármál KÍ, æ erfiðlega hefur gengið að fá styrki frá ríkinu og samþykkt var ályktun um að hækkun árgjalds kvenfélagskvenna til að halda í verðlagsþróun og áfram verður leitast eftir styrkjum.

Formannaráðsfundur að vori er aðalfundur KÍ, Herborg Hjálmarsdóttir ritari KÍ til síðustu þriggja ára gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, nýr ritari var kjörin Sólrún Guðjónsdóttir úr Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði og í stað Katrínar Haraldsdóttur sem lauk sínu tímabili í varastjórn var Þórný Jóhannsdóttir úr Kvenfélaginu Gefn í Garði kjörin í varastjórn.

Sendiherrafrú Kína bauð formannaráðinu í sendiherrabústaðinn síðdegis á föstudeginum þar sem boðið var uppá ljúffengar veitingar og kynningu á menningu og sögu kvenna og þeirra samtaka í Kína. Á myndinni hér að neðan má sjá allan hópinn ásamt sendiherra Kína á Íslandi. 

Kvöldinu lauk svo með boði í Verslunina Lindex í Smáralind þar sem Anna Árnadóttir kaupmaður tók á móti formannaráðinu. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands