Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Ísland og formaður NKF ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og konu hans Elizu Reid.

Vel sótt og glæsileg afmælishátíð Hallveigarstaða

Það var fjölmenni á 50 ára afmælishátíð Hallveigarstaða sem fór fram í gær þann 19. júní. Boðið var upp á söng, stutt ávörp og kampavín ásamt góðum veitingum. Mikil gleði var meðal allra gesta og greinilegt að Hallveigarstaðir hafa snert við fjöldann allan af konum á þessum 50 árum.  Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpaði gesti og Guðni Th. Jóhannesson flutti kveðju til hússins, sem sjá má hér.  Hússtjórn Hallveigarstaða afhenti gjöf til Veraldar - húss Vigdísar Finnbogadóttur.  Ragnheiður Gröndal söng fyrir gesti.   Sjá fleiri myndir á facebook síðu Kvenfélagasambands Íslands.

Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Ísland og formaður NKF ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og konu hans Elizu Reid.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands