Vorblað Húsfreyjunnar er komið út

2. tbl. Húsfreyjunnar erForsíða2Tbl2018small komið út. Í þetta sinn prýða glæsilegar konur frá Kvenfélagi Selfoss forsíðuna. Í tilefni 70 ára afmælis félagsins efndu þær til gjörnings þar sem konur voru hvattar til að koma saman í þjóðbúningum. Úrslitin í Ljóðasamkeppninni eru kynnt með ljóðaveislu og kynningu á verðlaunahöfum. Í viðtalinu er rætt við Dagnýju Hermannsdóttir súrkáls og kartöfludrottningu Íslands. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í gerð súrkáls og sýringu grænmetis, búið til og selt súrkál í völdum sælkeraverslunum og nýverið kom út bók eftir hana. Albert Eiríksson umjónarmaður matarþáttarins gefur góð ráð og uppskriftir að réttum sem tilvaldar eru í nestisferðir. Ásdís Sigurgestsdóttir gefur uppskrift af léttri sumarpeysu ásamt því að gefa leiðbeinngar að verkefnum sem tengjast endurvinnslu og umhverfispælingum. Sagt er frá fatasóunarverkefni Kvenfélagasambandsins og saumaverkstæði KÍ á Umhverfishátíð. Anný Kristín Hermansen segir frá áhugamáli sínu og Áslaug Guðrúnardóttir skrifar pistil um mínímalískan lífsstíl. Dagskrá Landsþingsins á Húsavík er kynnt í blaðinu ásamt mörgu öðru góðu lesefni. 

Húsfreyjan er gefin út af Kvenfélagasambandi Íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Kvenfélagasambandinu í gegnum heimasíðuna kvenfelag.is. Tímaritið fæst einnig í lausasölu á fjölmörgum sölustöðum.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands