Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagið reka saman Kvennaheimilið Hallveigarstaðir á Túngötu 14. Félögin skipta með sér að sjá um framkvæmdastjórn hússins þrjú ár i senn.
Mánudaginn 26. apríl á aðalfundi Hallveigarstaða var Kvennasögusafni Íslands afhent gögn úr sögu hússins til varðveislu.

Á mynd frá vinstri: Rakel Adolphsdóttir forstöðumaður
Kvennasögusafn Íslands, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Fanney Úlfljótsdóttir formaður
Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR,
Dagmar Sigurðardóttir ritari húsnefndar, Ingveldur Ingólfsdóttir formaður húsnefndar, Guðrún Þórðardóttir forseti
Kvenfélagasamband Ísland.
Fanneyju Úlfljótsdóttur var þökkuð góð störf sl þriggja ára sem framkvæmdastjóri hússins.Í lok fundarins tók Kvenfélagasamband Íslands við stjórn hússins næstu þrjú árin frá Bandalagi kvenna í Reykjavík.
Dagmar Elín Sigurðardóttir tekur við formennsku húsnefndar og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ verður framkvæmdastjóri Kvennaheimilisins.
