Fulltrúi KÍ í stjórn Almannaheilla

Aðalfundur Almannaheilla var haldinn 3. júní sl.  Á fundinum var Laufey Guðmundsdóttir félagskona í  kvenfélagi Grímsneshrepps kosin í aðalstjórn Almannaheilla til tveggja ára sem fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands.

Síðastliðin ár hefur Laufey verið formaður kvenfélags Grímsneshrepps, hún hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna sem starfsmaður í 12 ár. Laufey hefur mikinn áhuga á starfi þriðja geirans og samfélagslegum málum.  Hún starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Við óskum henni góðs gengis í störfum sínum fyrir Almannaheill.

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu hans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd þriðja geirans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Nánar um Almannaheill á heimasíðunni:  https://almannaheill.is/

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands