Gefum geitur

Kvenfélagasambandið hefur hafið sölu á gjafabréfum til stuðnings fjölskyldum í Asíu sem urðu illa úti í flóðunum á annan í jólum 2004.
Gjafabréfin eru staðfesting á því að viðkomandi hafi keypt eitt geitapar en geitur nýtast mjög vel á þessu svæði, bæði fæst af þeim kjöt og mjólk.
Eitt geitapar kostar 5000 kr,- og er hægt að kaupa fleiri en eitt par. Tilvalið er að gefa geitapar í afmælis-og tækifærisgjafir. Gjafabréfin fást á skrifstofu KÍ.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands