Formannaráð ályktar

Laugardaginn 19. nóvember síðastliðin var 66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum.

Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mæta formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ ásamt stjórnarkonum KÍ.

Yfirskrift fundarins var: Hvernig getum við haft meiri áhrif á samfélagið?

Ásamt venjubundnum fundarstörfum var farið yfir ný lög er varða almannaheillaskrá ásamt því að unnið var í hópavinnu um yfirskrift fundarins.  

Á fundinum var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt.

66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hallveigarstöðum 19. nóvember 2022 hvetur fjölskyldur til þess að gefa sér tíma, ræða saman og eiga gæðastundir án truflana frá netmiðlum. 

Í umhverfi okkar er gríðarlegt áreiti af samfélagsmiðlum sem sofa aldrei og gefa aldrei grið.  Stafrænt ofbeldi, áreitni, notkun samfélagsmiðla, fíkn og kvíði hefur farið stigvaxandi ár frá ári sem hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir líðan og heilsu barna og fullorðinna.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf og í dag, að gefa sér tíma til þess að njóta samverustunda með þeim sem okkur þykir vænt um, borða saman í rólegheitum og eiga gott samtal. 

 

formannaráð KÍweb

 

IMG 1934

 

IMG 1935 002

20221119 134041

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands