Fáni og forsetakeðja Norrænu kvennsamtakanna (NKF) afhent til Kvennasögusafnsins í Kongsvinger

Á dögunum voru fáni og forseta keðja Norrænu kvennasamtakanna (Nordens Kvinneforbund - NK) afhent Kvennasafninu (Kvinnemuseet) í Kongsvinger í Noregi til varðveislu.  Keðjan sem er úr silfri var gjöf frá Hjemmenes Vels Landsforbund (landssamtökum heimila og velferðarmála í Noregi stofnað 1915, seinna eða 1933 var nafni breytt í Húsmæðrasamtök Noregs og 1997 var nafninu svo  breytt í Norges Kvinne- og familieforbund).  Það var Aina Alfredsen Forde frá Norges Kvinne- og familiforbund sem afhenti safninu kveðjuna.  

Norrænu kvennasamtökin NKF voru stofnuð árið 1919 og gekk KÍ til liðs við þau árið 1949. Norðurlöndin skiptust þar á formennsku, sökum fjárskorts tók Ísland þó ekki við formennsku fyrr en árið 1976 er Sigríður Thorlacius, þáverandi forseti KÍ, varð formaður samtakanna. Á árunum 1996-2000 var Drífa Hjartardóttir þáverandi forseti KÍ formaður þeirra. Árið 2016 tók Guðrún Þórðardóttir þá  forseti KÍ við formennsku samtakanna, allt til slita þeirra árið 2022.  Árlega voru haldin sumarþing NKF, þar sem tekið var á þeim málefnum sem NKF og aðildarsamtök þeirra létu sig varða. Síðasta NKF þingið var haldið í Reykjanesbæ sumarið 2022. Á vel heppnuðu þingi á Íslandi var NKF formlega slitið, en það var sameiginleg ákvörðun stjórnar NKF að ekki væri lengur skilyrði fyrir því að halda áfram samstarfinu í mynd NKF, þar sem flest þeirra landa sem voru upphaflega í samstarfinu höfðu slitið sig frá NKF og/eða slitið sínu starfi.  Guðrún Þórðardóttir síðasti forseti NKF afhenti Ainu formanni Norges Kvinne- og familieforbund keðjuna á hátíðarkvöldverði á þinginu í Reykjanesbæ, í þeim tilgangi að koma henni til varðveislu í Noregi.  

Nánar m kvennasafnið í Kongsvinger: https://kvinnemuseet.no/

 

Overrekking av presidentkjede small

Aina Alfredsen afhendir Hilde Herming fagstjóra á Kvinnemusseet keðjuna 

Overrekking av fana small

 

Keðjan NKF Small

 

 

Guðrún og Aina web

Guðrún Þórðardóttir síðasti forseti NKF afhendir Ainu Alfredsen Forde keðjuna og fánann í Reykjanesbæ sumarið 2022. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands