Heimsókn á aðalfund KVSÞ

Aðalfundur Kvenfélagasambands Suður Þingeyinga (KvSÞ) var haldinn í blíðskaparveðri laugardaginn 22. apríl í Stjórutjarnarskóla í boði Kvenfélags Ljósvetninga.
Forseta KÍ, Dagmar Elín Sigurðardóttir var boðið á fundinn og flutti erindi um málefni KÍ í máli og myndum. Dísa Óskars flutti erindi um klúbbinn og verkefnið sem hún stofnaði "Úr geymslu í Gersemi"
Góður fundur þar sem farið var yfir þau verkefni sem eru í gangi hjá KvSÞ og aðildarfélögum og sátu fundinn um 30 konur sem fulltrúar þeirra 11 kvenfélaga sem mynda sambandið. Friðrika Baldvinsdóttir er núverandi formaður sambandsins sem var stofnað á Ljósavatni 5. júní 1905
Dagmar þakkar kærlega góðar móttökur.
Rikka og Dagmar minni
 
Friðrika Baldvinsdóttir formaður KvSÞ og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ. 
 
fundarkonur minni
 
 
Stjórn Minni
 
Disa Oskars minni

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands