Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna í Grímsnesi

95. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn að Borg í Grímsnesi laugardaginn 29. apríl sl.  Yfirskrift fundarins var Virðum veröld - Vöndum valið - Nýtum nærumhverfið.  Kvenfélag Grímsneshrepps var gestgjafi fundarins og tók vel á móti fulltrúum. Nýr formaður sambandsins var kjörinn Sólveig Þórðardóttir úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps, en hún tekur við góðu búi frá Elinborgu Sigurðardóttur sem verið hefur formaður sambandsins í níu ár. Elinborgu voru færðar þakkir fyrir ötult starf síðastliðin ár frá stjórn sambandins og frá Jennýju Jóakimsdóttur starfsmanni KÍ. Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ sagði frá starfi Kvenfélagasambands Íslands í máli og myndum.  Á fundinum var valinn Kvenfélagskona ársins innan sambandsins og var það Guðrún Þóranna Jónsdóttir í Kvenfélagi Selfoss sem var valinn að þessu sinni fyrir sitt góða starf. 

Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og byggðaþróunarfulltrúi SASS var með erindið: Get ég fjármagnað verkefnið mitt? - þáttur Uppbyggingasjóðs Suðurlands.  Margrét Steinunn Guðjónsdóttir sagði frá starfsemi í Krabbameinsfélags Árnessýslu. ásamt því að stjórnarkonur í félaginu tóku nokkur lög fyrir gesti fundarins.  Að loknum fundi var boðið til móttöku í Ártanga þar sem Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir tóku á móti gestum og sögðu frá starfsemi gróðurhússins þar. 

Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður í boði sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps og dagskrá og skemmtun í umsjón Kvenfélags Grímsneshrepps.

 solveig og elinborg

Nýr formaður SSK Sólveig Þórðardóttir og Elinborg Sigurðardóttir fráfarandi formaður SSK. 

guðrún Þóranna

Elinborg ásamt kvenfélagskonu ársins innan SSK, Guðrún Þórönnu Jónsdóttur

jenny Elinborg

Elinborg ásamt Jennýju Jóakimsdóttir starfsmanni sem mætti á fundinn og þakkaði Elinborgu gott samstarf síðastliðinna ára.

formenn SSK

Nýkjörinn formaður SSK Sólveig Þórðardóttir, fráfarandi formaður Elinborg Sigurðardóttir ásamt fyrrum formönnum þeim; Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Drífa Oddsdóttir og Drífa Hjartardóttir. 

artunga

Móttaka í gróðurhúsunum í Ártanga. 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands