
„Sjáum hvert annað í alvörunni“ sagði biskup
Vika einmanaleikans var sett formlega í Kringlunni föstudaginn 3. október. Fjöldi fólks fylgdist með setningunni og kynnti sér verkefnið.
Setningin hófst á því að Eva Björk Harðardóttir, varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, sagði frá verkefninu sem stýrihópurinn hefur unnið að síðastliðið ár. Verkefni sem eru unnið í góðu samstarfi við kvenfélögin, sem ásamt öðrum bjóða upp á hina ýmsu viðburði sem er ætlað að efla félagsleg tengsl og samveru.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði Kvenfélagasambandi Íslands fyrir hlýtt og manneskjulegt verkefni. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera markmið okkar allra að vilja sporna gegn því með öllum ráðum að fólk einangrist félagslega. „Með samtakamætti okkar allra þá mun okkur auðnast sú gifta að vernda jafnt unga sem aldna í baráttu þeirra gegn vanlíðan og einmanaleika.“ sagði Inga Sæland.
Næst bauð Eva Björk, biskup Íslands, séra Guðrúnu Karls Helgudóttur í pontu til að að blessa verkefnið.
Biskup ...
Lesa nánar
Um hamingjurannsóknir í haustblaði Húsfreyjunnar
Haustblað Húsfreyjunnar er komið út og ætti nú að vera að detta inn um lúgurnar hjá áskrifendum.
Að venju er blaðið stútfullt af góðu lesefni.
Aðalviðtalið að þessu sinni er við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra hjá landlæknisembættinu og doktor í sálfræði, en hún hefur sérhæft sig í hamingjurannsóknum. Dóra Guðrún ræðir meðal annars um veru sína í klaustri í Suður-Frakklandi, mikilvægi félagslegra tengsla, lýðheilsuáskoranir unga fólksins og hamingjurannsóknir.
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir ræðir við Húsfreyjuna um fyrirtækið sitt Píkusaum og sína sýn á femíníska handverksbyltingu.
Drífa Snædal talskona Stígamóta settist niður með ritstjóra og sagði frá starfi Stígamóta í tilefni 35 ára afmælis samtakanna, ásamt því að ræða um eilífa baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.
Að þessu sinni eru tvær smásögur í blaðinu. Síðbúinn gestur eftir Sigríði Helgu Sverrisdóttur og íslenskur dagur á Kanarí eftir Elínu Konu Eddudóttur.
Albert Eiríksson skellti sér ásamt Sillu ljósmyndara í Sön...
Lesa nánar
Vika einmanaleikans 3. - 10. október
Vinnum saman gegn einmanaleika
Vika einmanaleikans verður dagana 3. til 10. október næstkomandi.
Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika. Styrktaraðilar verkefnisins eru félags- og húsnæðismálaráðuneytið og Lýðheilsusjóður.
Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að leggja höfuðið í bleyti og skipuleggja viðburði sem snúa að góðri samveru og samtali.
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
„Sjáum hvert annað í alvörunni“ sagði biskup
07. október 2025
Um hamingjurannsóknir í haustblaði Húsfreyjunnar
23. september 2025
Vika einmanaleikans 3. - 10. október
11. september 2025
Minning
18. júlí 2025