Embættistaka Höllu Tómasdóttur forseta Íslands
Það var hátíðlegt stund þegar nýr forseti, Halla Tómasdóttir var sett í embætti 1. ágúst sl. Það var heiður fyrir forseta KÍ að fá boð á innsetninguna. Athöfnin í Dómkirkjunni sem og innsetningin í Alþingishúsinu voru einstaklega eftirminnileg. Þar sátu saman fulltrúar frá fjórum félagasamtökum, allt konur eins og sést á meðfylgjandi mynd. Talið frá vinstri séð: Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar, Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi, Silja Bára R. Ómarsdóttir formaður Rauða krossins á Íslandi og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasamband Íslands.
...
Lesa nánarNánast uppselt á Landsþingið á Ísafirði!!
Athugið að nú er nánast uppselt í sæti á þingið og gisting óðum að fyllast. Það er ekki fullt en til að varast tvíbókanir, hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ áður en þið skráið ykkur í gistingu eða á þingið án gistingar. Jenný aðstoðar ykkur við að finna gistingu sem hentar ykkur. Hafið samband í síma 5523740 eða í 8377430 eða landsthing@kvenfelag.is
Minnum einnig á að skila inn Kjörbréfum þau er að finna á skráningarsíðu landsþings. ...
Lesa nánarMinningarathöfn - 100 ár frá dánardegi Ólafíu Jóhannsdóttur
21. júní sl. fór fram á Hallveigarstöðum Minningarathöfn til að minnast 100 ára dánardags Ólafíu Jóhannsdóttur.
Ólafía var forvígismaður íslenskrar kvennabaráttu, byltingarkona og heimskona. Hún ferðaðist víða um Ísland og hélt fyrirlestra á vegum Hvítabandsins. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Skotlands og Noregs til að halda fyrirlestra um jafnréttismál, menntamál, trúmál, lífeyrisréttindi og heilbrigðismál....
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Embættistaka Höllu Tómasdóttur forseta Íslands
26. ágúst 2024
Nánast uppselt á Landsþingið á Ísafirði!!
21. ágúst 2024
Fjölbreytt Vorblað Húsfreyjunnar er komið út
24. maí 2024