Þema hlaupsins í ár er - Konur eru konum bestar - samstarfsaðili ÍSÍ að þessu sinni er Kvenfélagasamband Íslands
Hlaupið í ár er tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræðni og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd fjölmörgum framfara- og velferðamálum fyrir samfélagið. Fyrir 80 árum stofnuðu þær Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, sem sameiningar og samstafsvettvang kvenfélaganna í landinu. Undir merkjum KÍ starfa þúsundir kvenna á öllum aldri og mynda þannig keðju góðra verka og vináttu.Forseti KÍ, Sigurlaug Viborg sótti þingið ásamt þremur öðrum kvenfélagskonum frá Íslandi.
Þú siglir alltaf til sama lands.
Hátíðardagskrá í Háskólabíói 15. apríl kl. 16:30–18:00
Dagskráin er öllum opin.
Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi á Íslandi og í Færeyjum.
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með.
Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins.
Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.
Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur www.vigdis.hi.is
Glænýtt tölublað af Húsfreyjunni er komið til áksrifenda og í verslanir.
Að vanda er tímaritið fjölbreytt og inniheldur áhugaverð viðtöl, fræðslu, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinnu, krossgátu og fréttir.
Að þessu sinni eru aðalviðtölin við þær Guðbjörgu Jónsdóttur bónda á Læk í Flóahreppi og formann Búnaðarsambands Suðurlands og
Guðrúnu Brynjólfsdóttur leikskólakennara á Álftanesi.
Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar en í honum má finna skemmtilegan prjónaðan kerrupoka, barnateppi, trefli og flottar heklaðar hænur.
Margrét S. Sigurbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn Hollari matur með Margréti. Í honum er fjöldi uppskrifta, grafin lambavöðvi, snittur, fiskisúpa, fylltur lax, hnetusteik og kjúklingaréttir svo eitthvað sé nefnt.
Eygló Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna býður lesendum upp á vandaða og ítarlega fræðslu um hefðir og siði við borðhald. Fjallað er húfuverkefni Kvenfélagasambands Íslands, matjurtarækt og góð ráð við gigt.
Krossgáta Dollýar er á sínum stað og fréttir af starfi íslenskra kvenna í kvenfélögum.