Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og
Kvenréttindafélag Íslands bjóða til kaffifundar á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík
á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00-17.00

Dagskrá:

• Kynning á átakinu Öðlingurinn (www.odlingurinn.is)
• Kvennafrídagurinn 25. október 2010: Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRFÍ
• Húfuverkefni Kvenfélagasambands Íslands: Sigurlaug Viborg, forseti KÍ og Guðrún Eggertsdóttir, yfirljósmóðir á LSH kynna
• Útigangsfólk í Reykjavík: Helga Þórey Björnsdóttir mannfræðingur kynnir rannsókn sína

Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ


Allir hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir

 

  Húfuprjónakaffi KÍ verður haldið öðru sinni að Hallveigarstöðum miðvikudagskvöldið 17. febrúar nk. kl. 20:00 - 22.00

Allir eru velkomnir að mæta með prjónana og eiga saman notalega kvöldstund við prjónaskap
Húfuverkefni KÍ verður kynnt og aðstoð veitt við húfuprjón.
Takið gjarna með kambgarn og prjóna nr. 2,5 -3

Heitt verður á könnunni.

Enginn aðgangseyrir.

Í tilefni dagsins verður opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum,
Túngötu 14  kl. 17 - 19 á afmælisdaginn en stutt hátíðadagskrá hefst kl.18.  
Boðið verður upp á kaffi og kökur að gömlum íslenskum sið. 
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og eru konur hvattar til að koma 
og kynna sér störf kvenfélagnna og leggja þeim lið. 

Kvenfélagskonur um land allt munu halda uppá afmælið hvert með sínum hætti á
afmælisárinu. Aðalverkefni afmælisársins er Húfuverkefni KÍ sem snýst um að
kvenfélagskonur prjóna húfur, sem allir nýburar sem fæðast á Íslandi á
afmælisárinu fá að gjöf, ásamt hlýrri kveðju frá KÍ. 
 

Fyrsta húfuprjónakaffi KÍ var haldið að Hallveigarstöðum 13. janúar sl. kl. 20:00 - 22.00
Um 20 konur mættu með kambgarn og prjóna og áttu saman notalega kvöldstund við prjónaskap og áhugaverðar umræður um kvenfélög os stofnun þeirra.
Margar kvennana sem ekki voru kvenfélagskonur höfðu áhuga á að stofna eða ganga í kvenfélög og fengu þær upplýsingar og aðstoð við það.
 

 

Hver er þjóðin? Hvaða klæði?
Vandamál tengd skilgreiningum í rannsókn
á þjóðlegum klæðnaði íslenskra kvenna í dag

Karl Aspelund, Boston University, heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þann 25. nóvember nk. kl. 12:00

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands