Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Forseti Kvenfélagasambands Íslands, stjórnarkonur og fleiri kvenfélagskonur fóru á fund forseta Alþingis í liðinni viku og afhenntu henni ályktun frá 36. Landsþingi KÍ sem fram fór í Reykjanesbæ síðustu dagana í september.

Í ályktuninni er skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna, en fjárveitingar til þeirra eru nánast að engu orðnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. forseti Alþinigis tók við ályktuninni.

36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands fór fram í Keflavík  nú um nýliðna helgi.

Yfirskrift þingsins var „Félagsauður og heilsa hönd í hönd“  sem er tílvísun í hve heilsusamlegt það er að taka þátt í félagsstarfi.
 
Á þinginu var Una María Óskarsdóttir, fráfarandi varaforseti KÍ til 6 ára kosin nýr forseti Kvenfélagasambandsins,  
Guðrún Þórðardóttir var kosin nýr varaforseti, Margrét Baldursdóttir gjaldkeri var endurkjörin, 
Bryndís Birgisdóttir var kosin meðstjórnandi og Katrín Haraldsdóttir er ný varastjórnarkona. 
Aðrar í stjórn eru Dóra Ruf ritari og Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir í varastjórn.
 
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnar Birna Hauksdóttir og Hallfríður Bjarnadóttir. 
Til vara, Magdalena Jónsdóttir og  Margrét Samsonardóttir.
 
Ný nálgun var á hópastarfi þingsins, sk. Hugmyndarými  eða Open Space sem Kári Gunnarsson ráðgjafi stjórnaði 
 
Þingið sóttu um 150 konur af landinu öllu auk þeirra félagskvenna sinntu gestgjafavinnu á þinginu en Kvenfélagasamband Gullbringu og Kjósarsýslu var gestgjafi þingsins.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu:

36. Landsþing KÍ verður haldið í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju dagana 
28. - 30. september nk.

Þingið hefst með setningu í Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. september kl. 13.00 og lýkur síðdegis sunnudaginn 30. september.

Skráning þátttakenda hefst kl. 11.00 í Kirkjulundi.
Gisting fyrir landsþingsfulltrúa hefur verið pöntuð bæði í Hótel Keflavík og í Icelandairhótelinu í Keflavík (áður Flughótel) 
Hótelin eru staðsett hlið við hlið í miðbæ Keflavíkur og í góðu göngufæri við fundarstaðinn Kirkjulund. 
Vinsamlegast athugið að þingfulltrúar þurfa sjálfar að bóka sig í gistinguna á hótelunum fyrir 25. ágúst nk.
Skráningareyðublaði sem er að finna hér, og til vinstri á síðunni, en hefur einnig verið sent til formanna félaganna skal skila til KÍ fyrir 13. september nk. 

Drög að dagskrá er að finna hér:  

Elísabeth Rusdal forseti NKF afhendir Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni ályktun þingsinsNorrænt þing kvenfélaga, í umsjón Kvenfélagasambands Íslands fór fram á Icelandair Hótel Reykjavík Natura 8.-10. júní sl.

Merja Siltanen Evrópuforseti ACWW, Alþjóðasambands dreifbýliskvenna heiðraði þingið með nærveru sinni og sagði frá starfi ACWW.

Yfirskrift þingsins var Kraftur kvenna!

Sigurlaug Viborg forseti KÍ setti þingið, sem skipað var 120 konum frá aðildarfélögunum.

Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar fóru fram á þinginu:

  • Jóhanna Pálmadóttir frá Kvennaskólanum á Blönduósi sagði frá nýju hluverki skólans, sem er dæmi um nýsköpunarfyrirtæki á landsbyggðinni. Þá sagði hún frá því áhugaverða verki að sauma Vatnsdælu á refil.
  • María Sólbergsdóttir frá Auði Capital sagði frá fjárfestingum í höndum kvenna og nýrri sýn og áherslum vaxandi fyrirtækis í höndum kvenna.
  • Sóley Stefánsdóttir grafískur hönnuður sagði frá hönnun í þágu jafnréttis og sýndi að hönnun margskonar hluta hefur oft verið til hagsbóta fyrir karla en síður konur.
  • Árni Einarsson hjá FRÆ fjallaði um samstarfsverkefni KÍ og fleiri um verkefnið Bara gras, sem er veigamikið forvarnarverkefni gegn neyslu kannabisefna. Verkefnið er einnig dæmi um það hvernig samvinna frjálsra félagasamtaka getur stóraukið slagkraft þeirra í þágu góðra málefna.
  • Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum fjallaði um frelsi kvenna til athafna og til að fylgja draumum sínum til að breyta og bæta samfélagið.
  • Una María Óskarsdóttir varaforseti KÍ fjallaði um félagsauð, kvenfélagsstarf og heilsu.

NKF-Iceland-2012-060Kvenfélagskonur á höfuðborgarsvæðinu buðu konum heim til kvöldverðar og forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Mussaieff tóku á móti hópnum á Bessastöðum.

Elísabeth Rusdal, er nýr forseti NKF (Nordisk kvinneforbund) 2012 - 2016, hún tók á þinginu við forsetakeðju NKF úr hendi Siw Warholm fráfarandi forseta NKF sl. fjögur ár.

Mikil ánægja var meðal þinggesta með þingið og aðbúnað þess. Kann Kvenfélagasamband Íslands fyrirlesurum, kvenfélagskonum og öðrum er veittu aðstoð sína vegna þingsins bestu þakkir fyrir þeirra þátt.

Nordens kvinneförbund, NKF, sem stofnað var árið 1920 hefur í dag um 70.000 félaga innan sinna raða á Norðurlöndum, þar af um 5000 á Íslandi.

Stjórn NKF samanstendur af formönnum landssambanda aðildarfélaganna.

Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri, til skiptis á Norðurlöndunum. Markmiðið með þingunum er að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélgskvenna á norðurlöndunum sem sinna mikilvægum félagslegum þáttum, hvert í sínu landi. En einnig eru á þingunum teknar ákvarðanir fyrir félagsheildina.

Allar kvenfélagskonur eru velkomnar að sækja þingin og skipuleggur Kvenfélagasamband Íslands ferðir á þingin þegar þau eru haldin á hinum norðurlöndunum.

Næsta NKF þing verður í Bodö í Noregi dagana 14. - 16. júní 2013. Samhliða þingum eru haldnir stjórnarfundi NKF.

Sjá ályktanir þingsins:

 
NORRÆNT SUMARÞING KVENFÉLAGA VERÐUR Í REYKJAVÍK 8. – 10. JÚNÍ 2012
ÞINGIÐ FER FRAM Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA,  (áður Hótel Loftleiðir) 
 
Þema þingsins er: KRAFTUR KVENNA
 
Kvenfélagasamband Íslands skipuleggur þingið sem er haldið til skiptis á Norðurlöndunum. 
Fyrirlestarar fara fram á norrænum tungumálum og/eða verður þess gætt að efni fyrirlestranna 
verði tiltækt fyrir ráðstefnugesti á íslensku og öðrum norðurlandamálum. 
Ekki er mögulegt að hafa beina túlkun þar sem slíkt kostar of mikið. 
Lagt er upp með að konur hafi tíma tila ð hittast á persónulegum nótum.
Lliður í því eru heimboð á heimili kvenfélagskvenna og til kvenfélaga.
 
 
Dagskrá: 
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands