Sunnudaginn 13. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að
koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á
safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.

Á Torgi við Safnbúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu
Th. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Sýningin er
óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómur fortíðar og vitnisburður nútíðar.
Viðburðurinn hefst kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.


Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands,
Þjóðbúningaráð og Þjóðbúningastofa.

Sunnudaginn 13. mars nk. verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að
koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á
safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.
Á Torgi við Safnbúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu
Th. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Sýningin er
óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómur fortíðar og vitnisburður
nútíðar.


Viðburðurinn hefst kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.

 

Baráttufundur 8. mars á  alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti.


8.mars í 100 ár - Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur  kl.17

Dagskrá:

Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í upphafi fundar.

Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Elín Björg Jónsdóttir : Þín herhvöt oft fékk ekki svar.

Fatima Khua frá Afganistan : Konur í stríði og friði.

Harpa Stefánsdóttir : 8.mars í Mamadur - vídeóinnslag.

Ragnheiður Gyða Jónsdóttir : Quo vadis, domina? - hvert ætlarðu, kona?

Andrés Magnússon : Áhrif stríðs á manneskjuna.

Katrín Oddsdóttir : Hið ofbeldisfulla afstöðuleysi.

Ellen Kristjánsdóttir syngur

Helga Tryggvadóttir : Frelsi og rétturinn til að mótmæla.

María S. Gunnarsdóttir : Tímamót.

 

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Alþjóðlegur jafnréttisskóli við Háskóla Íslands (GEST-programme), BHM-Bandalag háskólamanna, BSRB-Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag ísl. hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Íslandsdeild Amnesty International, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um Kvennaathvarf, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu, SHA - Samtök hernaðarandstæðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, ST.Rv - Starfsmannafélag Reykjavíkur, Söguhringur kvenna, Þroskaþjálfafélag Íslands.

Allir velkomnir

Nú er árið 2011 runnið upp og átturgasta afmælisári Kvenfélagasambands Íslands er formlega lokið.

Stærsta verkefni afmælisársins var Húfuverkefni KÍ en það snérist um það að kvenfélagskonur prjónuðu húfur á alla nýbura sem fæddust á landinu.
Alls voru þetta um 5000 húfur sem ljósmæður afhentu til barnanna ásamt miða með upplýsingum um hver prjónaði húfuna og um Kvenfélagasambandið.

Verkefnið var jákvætt og hitti marga. Umræður hafa verið um kvenfélögin í landinu og hvort þau hafa áhrif á íbúa landsins.
Í gegnum tíðina hefur starf kvenfélaganna verið unnið án þes að kvenfélögin hafi hampað sér sérstaklega fyrir það. Oft á tíðum veit fólk ekki að það er kvenfélagið í heimabyggð sem sér um árvissar skemmtanir og gefur áhöld og tæki til hjúkrunar og lækninga. Það virðist einnig vera að þegar félögin reyna að vekja athygli fjölmiðla á því góða sem þau gera að það rati síður á prent eða í útsendingu en hið neikvæða sem fólki verður á í lífinu.

Með jákvæðnina að leiðarljósi halda kvenfélögin áfram að sinna sínum góðu verkefnum og efla samfélagið eins og þau hafa gert sl. 142 ár.

Nú á árinu 2011 halda mörg kvenfélög uppá merkisafmæli sín, Þau sem fylla tug eru:

Kvenfélag Svalbarðsstrandar verður 110 ára,
Kvenfélagið Brautin í Bolungarvík verður 100 ára,
Kvenfélagið Lindin, Vopnafirði og Kvenfélag Hellissands verða 90 ára,
Kvenfélag Skaftártungu verður 80 ára,
Kvenfélagið Björk í Kolbeinsstaðahreppi verður 70 ára,
Kvenfélagið Grein í Leirársveit og Kvenfélag Hveragerðis verða 60 ára,
Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal, Kvenfélagið Askja á Jökuldal og Kvenfélagið Björk í Öræfum verða 50 ára
Kvenfélagið Sunna Reykjafjarðarhreppi verður 40 ára.
Yngsta kvenfélagið innan Kvenfélagasambandsins er Kvenfélagið Silfur sem starfar í Reykjavík en það er á sínu öðru starfsári.

Konur um land allt eru hvattar til að kynna sér starfssemi kvenfélaganna og leggja þeim lið.

Kvenfélagskonur munið eftir að gera ykkur dagamun á Degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar sem þetta ár ber uppá þriðjudag.

41. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum laugardaginn 20. nóvember sl.

Yfirskrift fundarins var, Hvernig getum við eflt KÍ og kvenfélögin enn frekar.
Auk venjulegra fundastarfa va unnið  í hópum, haldið örnámseið og fluttir fyrirlestarar um sjálfboðaliðastörf og hlutverk og skyldur stjórnarmanna kvenfélaga- og héraðssambanda.

Þá samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun:

”Kvenfélagasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirætlana um niðurskurð í heilbrigðis- og skólamálum þjóðarinnar. Minnt er á nauðsyn þess að standa vörð um þessa mikilvægu málaflokka og skorað er á Ríkisstjórn Íslands að birta heildarúttekt á þeim sparnaði sem boðaður er. Bent er á að ef niðurskurðurinn verður að veruleika er öryggi fjölda fólks stefnt í hættu og fjöldi kvenna missir atvinnu sína.”

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands