Á Jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í kvöld var úthlutað styrk úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur

Styrkinn hlaut Andrea Fanney Jónsdóttir klæðskerameistari sem stundar nám í textílhönnun, með áherslu á prjón, í Glasgow School of Art í Skotlandi.
Ritgerð Andreu mun fjalla um íslenskan ullariðnað og sóknarfæri hans.

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn að Hallvegarstöðum laugardaginn 19. nóvember nk.  kl. 9.15 -14.00

Jafnframt verður námskeiðið „Konur kalla á konur“  haldið að Hallveigarstöðum á sama tíma. kl. 9.15 - 14.00

Námskeiððið hefur verið kennt víða um land undanfarið ár við miklar vinsældir.

Það er einkum ætlað þeim konum sem starfa innan stjórna félaganna eða hafa hug á því  en allar konur sem starfa í kvenfélögun innan Kvenfélagasambands Íslands eru velkomnar á námskeiðið.

Meðal efnis sem kennt er á námskeiðinu er:
Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í kvenfélögum ,verkefnaskipting stjórnar, undirbúningur starfsárs, mannleg samskipti, félagaöflun og mótun framtíðarsýnar, hlutverk Kvenfélagasambands Íslands og héraðssambanda þess.

Kostnaður við námskeiðið er kr. 2500 og innifelur sá kostnaður öll námskeiðisgögn.

Í námskeiðislok, kl. 14.00 er konum af námskeiðinu ásamt konum af formannafundinum boðið að skoða Alþingishúsið undir leiðsögn þingkvenna.

Skráningar óskast fyrir 15. nóvember nk. til Kvenfélagasambands Íslands s: 5527430 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vímuvarnarvikan 2011 stendur nú yfir

Þema vikunnar er: 
Réttur barna á Íslandi til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu
 

Vika 43, vímuvarnavikan, 23. – 30. október í ár en þetta er 8. árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

Hinn alþjóðlegi beinvendardagur er fimmtudaginn 20. október n.k.

Í tilefni dagsins kemur út nýr fræðslubæklingur og á laugardaginn 22. október kl. 2:06 e.h. verður efnt til útvistar og göngu í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin í landinu. Tímasetningin á göngunni vísar til þess að í fullorðnum mannslíkama eru 206 bein.

Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á beinþynningu sem alvarlegu heilsufarsvandamáli og sýna þeim sem eru með beinþynningu samstöðu með því að taka þátt Yfirskrift göngunnar er:

       Vertu með, tökum höndum saman og göngum fyrir beinin! 

Gangan er fyrir alla, konur, karla og börn og hefst hún sem fyrr segir kl. 2:06 e.h. sem á að minna okkur á að í mannslíkamanum eru 206 bein. Í lok göngunnar mynda þátttakendur einingarkeðju til að sýna táknrænt stuðning sinn og krækja saman höndum. Fólk er hvatt til að taka myndir og senda til Beinverndar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beinvernd, Kvenfélagasamband Íslands ásamt 20 kvenfélögum víða um land taka höndum saman og standa að göngunni GÖNGUM FYRIR BEININ til að sýna í verki samstöðu með þeim fjölda fólks sem er með beinþynningu.

Gangan fer fram víða um land kl. 2:06 e.h. laugardaginn 22. október.

Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra kvenfélaga sem skipuleggja göngu í sinni heimabyggð.
Göngurnar eru auglýstar á hverju svæði fyrir sig. 

 

 

Minningarsjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M Pálsdóttur
hattagerðarkonu, dags 25. ágúst 1987.  Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum.

Styrkir þessir eru að þessu sinni einkum ætlaðir konum sem leggja stund á listnám,
Textíl eða annað nám í íslensku handverki og eru  kvenfélagskonur sérstaklega
hvattar til að sækja um styrk úr sjóðnum. 
Í umsóknunum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk staðfests afrits af
síðasta skattframtali og annarra upplýsinga um persónulega hagi, fyrri menntun og störf og eðli námsins.
Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar skólastofnunar sem umsækjandi hyggst stunda
nám við, fylgi umsókn.  Einnig er æskilegt að mynd af umsækjanda fylgi.

Umsóknum skal skilað til Kvenfélagasambands Íslands, Hallveigarstöðum, Túngötu
14, 101 Reykjavík fyrir 15. október 2011, merkt “Minningarsjóður”

   Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur
    

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands