Sumarblað Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands, er komið út.

Í blaðinu eru áhugaverð viðtöl, fræðsla, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinna, krossgáta og fréttir.

Að þessu sinni kynnast lesendur Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur þriggja barna móður sem býr í Eyjafjarðarsveit og er framkvæmdastjóri Hofs menningarhúss á Akureyri.
Einnig er í tímaritinu spjallað við Birgittu H. Halldórsdóttur rithöfund, reikimeistara, bónda og Töfrakonu í Húnavatnssýslu.
Handavinnuþátturinn er sumarlegur, þar eru bæði sumarbústaða- eða útilegusokkar, sumarbústaðateppi og sokkaskór fyrir smáa fætur.
Margrét S. Sigbjörnsdóttir sér um matreiðsluþáttinn Hollari matur með Margréti. Í honum er fjöldi hollra og girnilegra uppskrifta.
Kristín Sigfúsdóttir skrifar um jafnrétti á heimilunum og kynjaða hússtjórn.
Eygló Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna býður lesendum upp á vandaða fræðslu um sítrónur og hvítlauk og uppskrift að grasöli og rabarbaragraut. Í tölublaðinu eru fréttir frá starfi Kvenfélagasambands Íslands og krossgáta Dollýar er á sínum stað.

Blaðið er hægt að kaupa í áskrift hjá Kvenfélagasambandi Íslands sjá www.kvenfelag.is
og í lausasölu um land allt sjá sölustaði hér: Sölustaðir Húsfreyjunnar 
Kvenfélagasambandið hefur gefið Húsfreyjuna út í 62 ár.
Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara. Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.
Hildur Helga, Jóna Valgerður, Sigurlaug Viborg og Margrét
Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands  komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er
fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara.  Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.

Jóna Valgerður er kvenfélagskona, var formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal í  mörg ár, einnig formaður Sambands vestfirskra kvenna í 6 ár og er núna formaður Sambands breiðfirskra kvenna og hefur verið s.l. 10 ár.  Hún segir að sína fyrstu reynslu af félagsmálum hafi hún fengið í kvenfélögunum og þau séu mjög góður skóli fyrir konur til að þjálfa sig í  félagsstörfum.   Jóna Valgerður hefur  setið í fjölmörgum  nefndum  og félagastjórnum í gegnum ævina, og gegnt þar formennsku. Hún  sat á Alþingi  fyrir Vestfirði 1991-1995. Hún hefur  setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórn Reykhólahrepps þar sem hún gegndi starfi oddvita og síðar sveitarstjóra þar til hún hætti sökum aldurs. Eftir það  hefur hún verið virk í starfi  ýmissa félagasamtaka  í Reykhólahreppi þar sem hún býr nú í Mýrartungu 2. Þangað flutti hún ásamt manni sínum Guðmundi H. Ingólfssyni árið 1996, sen hann lést árið 2000.  Í sveitinni unir hún sér vel, þar sinnir hún skógrækt og ræktun íslenskra hænsna og tekur á móti börnum og barnabörnum, en hún á 5 börn, 16 barnabörn og 7 langömmubörn. Hún hefur starfað í Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi í  8 ár, verið í stjórn þar og einnig síðustu  tvö árin í stjórn Landssambands eldri borgara(LEB) þar sem hún var kosin formaður á landsfundi samtakanna  nú í vor.  Forseti Íslands veitti Jónu Valgerði fálkaorðuna  1.jan.s.l. fyrir félagsmálastörf á landsbyggðinni.

 

Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara.  Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.
Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara. Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.
Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara.  Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.

Jóna Valgerður er kvenfélagskona, var formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal í  mörg ár, einnig formaður Sambands vestfirskra kvenna í 6 ár og er núna formaður Sambands breiðfirskra kvenna og hefur verið s.l. 10 ár.  Hún segir að sína fyrstu reynslu af félagsmálum hafi hún fengið í kvenfélögunum og þau séu mjög góður skóli fyrir konur til að þjálfa sig í  félagsstörfum.   Jóna Valgerður hefur  setið í fjölmörgum  nefndum  og félagastjórnum í gegnum ævina, og gegnt þar formennsku. Hún  sat á Alþingi  fyrir Vestfirði 1991-1995. Hún hefur  setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórn Reykhólahrepps þar sem hún gegndi starfi oddvita og síðar sveitarstjóra þar til hún hætti sökum aldurs. Eftir það  hefur hún verið virk í starfi  ýmissa félagasamtaka  í Reykhólahreppi þar sem hún býr nú í Mýrartungu 2. Þangað flutti hún ásamt manni sínum Guðmundi H. Ingólfssyni árið 1996, sen hann lést árið 2000.  Í sveitinni unir hún sér vel, þar sinnir hún skógrækt og ræktun íslenskra hænsna og tekur á móti börnum og barnabörnum, en hún á 5 börn, 16 barnabörn og 7 langömmubörn. Hún hefur starfað í Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi í  8 ár, verið í stjórn þar og einnig síðustu  tvö árin í stjórn Landssambands eldri borgara(LEB) þar sem hún var kosin formaður á landsfundi samtakanna  nú í vor.  Forseti Íslands veitti Jónu Valgerði fálkaorðuna  1.jan.s.l. fyrir félagsmálastörf á landsbyggðinni.

 

Norrænt sumarþing kvenfélaga verður haldið í
Gautaborg í Svíþjóð 19. – 21. ágúst 2011

Þema þingsins er „ Hið lífsnauðsynlega vatn”  Fyrirlesarar á þinginu nálgast þemað með ólíkum hætti. Gestgjafi þingsins er Riksförbundet HEM OCH SAMHÄLLE í Svíþjóð.

Kvenfélagasamband Íslands skipulegur hópferð á þingið 18. – 22. eða 25. ágúst nk.
Flogið verður með Iceland Express beint til Gautaborgar, brottför er frá Keflavík,  fimmtudaginn 18. ágúst kl. 07.20 og komið til Gautaborgar um hádegisbil. Þingið hefst kl. 9 föstudaginn 19. ágúst og lýkur um hádegi á sunnudag. Hægt er að velja um heimferðardagana 22. eða 25. ágúst en flogið er beint til Keflavíkur um hádegisbil og lent þar kl. 14.10

Verð fyrir flug er kr. 46.300 –
Ráðstefnugjald er 3.900 sænskar krónur, (71.400 m.v. gengi 24. feb.) ef gist er í tveggja manna herbergi og 4.900 (89.300 m.v. gengi 24. feb.) ef gist er í eins manns herbergi. Innifalið í því eru 2ja nátta gisting, allar máltíðir meðan á ráðstefnunni stendur, bátsferð, ferð um miðbæ Gautaborgar, fyrirlestrar og ráðstefnugögn.

Við bætist: gisting í 2 eða 5 auka nætur og ferðir til og frá flugvelli. Gisting á hótelinu kostar SKR: 1200 í eins manns herbergi pr. nótt og SKR: 700 pr. nótt á mann ef gist er í tveggja manna herbergi. Mögulega má finna ódýrari gistingu næturnar eftir þingið.

Skráning og kostnaður:
Framlengdur skráningarfrestur
Skráning á þing og í flug og greiðsla þátttökugjalda fer fram hjá Kvenfélagasambandi Íslands til 16. maí nk.netfang:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Flug skal greiða til Icelandexpress fyrir lok júní nk.

Dagskrá........

BARA GRAS ?

Málþing Rimaskóla 4. apríl 2011 kl. 16.30 –- 19.00
 
16.30
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ,  fundarstjóri        
- Hvers vegna Bara gras? verkefnið ?  Samtakamáttur og samstaða í forvörnum.
16.45
Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur     
- Árangur í forvörnum byggist á framlagi foreldra og þátttöku.  Vakning meðal foreldra.  Hvað brennur á foreldrum?  Hvað geta foreldrar gert?
17.05
Andrés Magnússon, geðlæknir   
- Hvað er kannabis?  Andleg og líkamleg áhrif kannabis á unga neytendur.  Fikt eða fíkn, hvernig þróast fíkn, hver er áhættan?  Samspil líðan/persónuleika og áhættu.
17.25
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn  
- Vímuefnalöggjöfin, refsingar. Afskipti af framleiðslu kannabis, sölu og neyslu  á Íslandi.  Hverjir framleiða og selja? Hvað hefur breyst?
17.45
Jón Sigfússon, framkvæmdastóri R&G    
- Rannsóknir: Kannabisneysla íslenskra ungmenna, hverjir nota kannabis, hvar og hvenær ?
18.05  HLÉ
18.15
Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi Foreldrahúsi   
- Aukin kannabisneysla? Hvernig geta foreldrar fylgst með sínu barni?  Hvar standa foreldra ef grunur vaknar?  Hvaða úrræði eru í boði?
18.35
Sverrir Jónsson, læknir SÁÁ   
- Úrræði SÁÁ fyrir unga kannabisneytendur.  Fjöldi ungmenna í meðferð v. kannabis. Hver er aðkoma foreldra barna í meðferð v. kannabis?
18.55  SAMANTEKT og slit


Í kjölfar þessa fundar verða haldnir fleiri fræðslufundir víða um land og munu samstarfsaðilar verkefnisins (sjá neðar) sjá um framkvæmd þeirra.
Upplýsingar um það og fleira tengt verkefninu munu birtast á síðunni www.baragras.is

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands