Stjórn Kvenfélagasambands Íslands ákvað á fundi sínum í dag, 11. janúar að opna söfnunarreikning vegna tilkynningar biskups Íslands, frú Agnesar Sigurðardóttur, um landssöfnun til tækjakaupa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands hvetur héraðssambönd, kvenfélög, kvenfélagskonur sem og landsmenn alla til að leggja söfnuninni lið, m.a. á degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar.

Reikningurinn, sem þegar hefur verið opnaður, er í Íslandsbanka nr. 513-26-200000  kt. 710169-6759.

Ef frekari upplýsinga er óskað veita undirritaðar þær góðfúslega.

Una María Óskarsdóttir, forseti
S: 8964189

Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri
S: 5527430 og 6992696

16 daga átak 2012 gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í 22. skipti á heimsvísu.
Átakið hófst í Reykjavík með ljósagöngu Un Women þann 25. nóvember sl. 

Á Akureyri hefst átakið þann í dag með kvikmyndasýningu í Sambíóunum Akureyri.
Dagskráin heldur svo áfram með greinaskrifum í Fréttablaðið og á www.visir.is með málstofum, fyrirlestrum, bréfamaraþoni og fleiru. Ljósaganga verður haldin á Akureyri þann 6. desember.

Ítarlegri upplýsingar er hægt að sjá hér og einnig verður hægt að fylgjast með á facebook síðu átaksins.
 

Þú ert snillingur bókakápaNý fræðandi, falleg og skemmtileg  bók  Þú ert snillingur er komin út. Bókin geymir fjölmörg sparnaðarráð og góðar hugmyndir og verður ómissandi eign á hverju heimili. Útgáfan er unnin í samstarfi Matarkörfunnar,  Leiðbeiningastöðvar heimilanna og Kvenfélagasambands Íslands. 

Hægt er að kaupa bókina á skrifstofu KÍ á Hallveigarstöðum og er verðinu stillt mjög í hóf eða kr. 3.500

Pantanir má senda á netföngin: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mörg kvenfélög í landinu munu einnig hafa bókina á boðstólum. 

Einnig má hringja í síma 552 1135 og 552 7430 og panta eintak.

V43skjarYfirskrift Viku 43 er „óbein áhrif áfengisneyslu“ þar sem ýmsar hliðar þess máls eru til umræðu. Fimmtudaginn 25. október birtist auglýsing í fjölmiðlum með yfirskrift Viku 43 og kynnt þá til sögunnar beiðni verkefnisins eftir röddum almennings, viðhorfum og reynslu. Sama auglýsing birtist síðan laugardaginn 27. október og sambærilegar skjámyndir um helgina. Í vímuvarnavikunni í ár er fyrst og fremst verið að safna reynslu og skoðunum fólks á áhrifum óbeinnar áfengisneyslu sem síðan verður birt á heimasíðunni www.vvv.is til fróðleiks fyrir aðra ásamt samantektum um óbeinu áhrif áfengisneyslunnar.

 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. varaforseti alþingis, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins Seltjarnar, Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri KÍ, Guðrún Jónsdóttir Kvenfélaginu Lóu Landssveit, Una María Óskarsdóttir forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ, Sigurlaug Viborg fráfarandi forseti KÍ, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna.Forseti Kvenfélagasambands Íslands, stjórnarkonur og fleiri kvenfélagskonur fóru á fund forseta Alþingis í liðinni viku og afhenntu henni ályktun frá 36. Landsþingi KÍ sem fram fór í Reykjanesbæ síðustu dagana í september.

Í ályktuninni er skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna, en fjárveitingar til þeirra eru nánast að engu orðnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. forseti Alþinigis tók við ályktuninni.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands