Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst nk.
Hafið það gott í sumar.
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst nk.
Hafið það gott í sumar.
Annað tölublað Húsfreyjunnar 2020 er komið út og hefur verið sent til áskrifenda og á sölustaði. Blaðið er örlítið seinna á ferðinni núna vegna heimsfaraldurs og margir áskrifendur voru orðnir mikið spenntir að fá blaðið í hendurnar. Guðríður Helgadóttir eða Gurrý einsog flestir þekkja hana prýðir forsíðuna að þessu sinni og er í forsíðuviðtali sem ritstjórinn tók við hana í gegnum skjáinn á fordæmalausum tíma við vinnslu blaðsins. Gurrý segir frá uppvexti sínum á áttunda áratugnum, ánægjuefnum í lífinu og auðvitað garðyrkjunni. Hún fræðir síðan lesendur um ræktun á svölum, palli eða í glugga. Bryndís Óskarsdóttir í Skjaldarvík miðlar til lesenda þekkingu sinni á föndri, endurvinnslu og nýtni. Lesendur fá svo að lesa og njóta fjögurra ljóða sem bárust í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar á síðasta ári, ásamt því að fræðast um höfunda ljóðanna. Húsfreyjan lætur samfélagsmál sig varða og að þessu sinni skrifar Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur um ofbeldi í nánum samböndum. Leiðbeiningastöð heimilanna heldur áfram að fjalla um Vitundarvakningu um fatasóun, að þessu sinni er það Davíð Vigfússon skósmiður sem rekur Skóarann í Hafnarfirði sem svaraði nokkrum spurningum um hvernig við getum best farið með skóna okkar svo að þeir endist sem lengst. Helga G. Gunnarsdóttir fræðir lesendur um hvernig er best að koma sér upp góðri gönguáætlun. Matarþáttur Húsfreyjunnar er á sínum stað og að þessu sinni er það Kaja – Karen E. Jónsdóttir á Akranesi sem deilir með okkur uppskriftum af meðal annars; Grænmetisböku, Tómatsúpu, Franskri súkkulaði- og heslihnetuköku og öðru hollu góðgæti til að njóta í sumar. Helga Gísladóttir, sérkennari og tónlistarkennari svarar nokkrum spurningum fyrir lesendur. Handavinnuþáttur Húsfreyjunnar í umsjón Ásdísar Sigurgestsdóttur býður upp á uppskriftir að pjónuðu dúkkufatasetti, fallegu hekluðu sjali og prjónuðu handklæði.
Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Húsfreyjunnar. Góð lesning í sumarfríinu innanlands. Njótið sumarsins.
Húsfreyjan kemur út 4x á ári og er seld í áskrift og lausasölu á sölustöðum víða um landið.
Á Stjórnarfundi NKF sem fram fór 8. júní 2021 var tekin sú ákvörðun að næsta sumarþing NKF verði haldið í Reykjanesbæ 10.- 12. júni 2022. Þingið verður haldið á sama stað á Park Inn í Reykjanesbæ að öllu óbreyttu og verður sumarþingið nánar auglýst þegar nær dregur.
Á Föstudaginn langa barst bréf til Kvenfélagasambandsins frá kínversku kvennasamtökunum (All-China Women's Federation). Í bréfinu er sagt frá gjöf sem þær ásamt, China Women's Development Fund og Tencent Company hafa gefið til Landsspítalans vegna Covid -19 heimsfaraldurs, um er að ræða 200.000 andlitsmaska til nota á spítölum. Við höfum fengið það staðfest að maskarnir munu koma til landsins á morgun föstudaginn 17. apríl með flugvél frá Kína sem flytur einnig aðrar lækningavörur til landsins. Þetta er rausnarleg gjöf frá þeim og mun koma að góðum notum á Landsspítalanum.
Hér er lauslegur úrdráttur og þýðing á bréfinu sem barst frá þeim:
Undanfarið höfum við heyrt að fjöldi staðfestra smita á Íslandi og áskorun landsins í baráttunni gegn COVID-19. Við höfum samúð með því sem þið eruð að ganga í gegnum og lýsum hér með einlægri samúð okkar við ykkur og Íslendinga sem verða fyrir áhrifum af faraldrinum, sérstaklega konum og börnum. Ísland veitti okkur dýrmætan stuðning og aðstoð á erfiðasta tímabili baráttu Kína gegn COVID-19. Alheimsstaðan er orðin mjög alvarleg vegna hraðrar þróunar heimsfaraldursins, sem veldur verulegum ógnum við öryggi og heilsu fólks og miklar áskoranir fyrir lýðheilsu heimsins........ Vinsamlegast færið öllum félagskonum Kvenfélagasambands Íslands okkar bestu óskir okkar um góða heilsu og frið!
Undir bréfið skrifar; Jing Shuiming All-China Women's Federation
Kvenfélagasamband Íslands hefur sent þeim góðar kveðjur og kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf
Þess má geta að All-China Women's Federation, sendir okkur reglulega tímarit sitt sem þær gefa út á ensku og er hægt að nálgast það til lesturs á skrifstofu KÍ.
Kveðja
forseta Íslands
Guðna Th. Jóhannessonar
til
Kvenfélagasambands Íslands
Á 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands færi ég því heillaóskir. Á stofndegi sambandsins, 1. febrúar 1930, var margt með öðrum brag í samfélaginu en um okkar daga. Mjög hallaði á konur á flestum sviðum. Vissulega var tekið að rofa til eftir óralanga undirokun. Konur höfðu öðlast kosningarétt og æðri menntastofnanir voru þeim ekki lengur með öllu lokaðar. Þeir sigrar unnust í krafti fjöldans og þeirra kvenna sem stóðu í fylkingarbrjósti þótt hliðhollir karlar hafi að sjálfsögðu einnig haft sitt að segja; þeir voru jú áfram í öllum valdastöðum.